07.08.2014
Farið verður frá Hrísey kl. 19.30 og til baka frá Dalvík kl. 00.30 á Darra EA 75.Vinsamlegast pantið í síma 695-0077. Takmarkaður fjöldi.Ferðamálafélag Hríseyjar.
Lesa meira
06.08.2014
Fimmtudagskvöldið 7. ágúst kl. 20.00.
Söngvararnir Rúnar Eff og Marína Ósk mæta og flytja ljúfa og fallega tóna eftir hina ýmsu tónlistarmenn. Á dagskránni eru þekkt íslensk og erlend dægur- og popplög, sem sum hver eru sett í nýjan búning.
Miðaverð kr. 2.000 - ATH enginn posi.
Lesa meira
04.08.2014
Í dag fagnar Skralli trúður 40 ára afmæli sínu og eyðir
deginum með Aðalsteini Bergdal föður og samstarfsmanni á heimili þeirra í
Hrísey. Skralli kom fyrst fram á Edrúhátíð á Hrafnagili verslunarmannahelgina
1974. Hann kom inn á síðustu stundu vegna forfalla, fann trúðabúning í
leikhúsinu á Akureyri og hjólaði í fullum skrúða fram á Hrafnagil. Uppistandið
gekk mjög vel en á eftir var hann umkringdur 100 börnum sem klipu, spörkuðu og
tróðu á tánum á honum. Þar ákvað hann að þetta yrði ekki endurtekið en það fór
aðeins öðruvísi og er Skralli enn í fullu fjöri 40 árum síðar. Óskum honum
innilega til hamingju með daginn.
Lesa meira
03.08.2014
Mánudaginn 4. ágúst verður lokað í sundlaug Hríseyjar.Opið í gallerí Perlu kl. 12.30 - 17.00, húsi Hákarla Jörundar kl. 13.00 - 17.00, Júllabúð kl. 12.00 - 17.00 og veitingahúsinu Brekku frá kl. 11.45.
Lesa meira
17.07.2014
Hríseyjarhátíð gekk vel og komu um
1.110 manns til eyjarinnar á föstudag og laugardag má því reikna með að um
1.300 manns hafi verið í eyjunni þegar mest var. Á föstudeginum var boðið upp á
óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna. Metaðsókn var í ferðirnar og
var almenn ánægja með þær. Mikil ánægja gesta var með nýja uppákomu á hátíðinni
Kaffi í görðum, en gestgjafar í sex görðum buðu gestum og gangandi uppá kaffi
og meðlæti og mætti fjöldi manns á þennan viðburð og öruggt að þetta mun verða
fastur liður í framtíðinni.
Lesa meira
30.06.2014
Hér kemur fyrsta auglýsing fyrir Hríseyjarhátíð 2014. Nánari dagskrá kemur á netið á næstu dögum.
Sjá auglýsingu
Lesa meira
22.06.2014
Nú er kominn frisbígolfvöllur í Hrísey, þetta 9 brauta völlur með tveimur teigum á hverri braut. Allir folfarar eru hvattir til að koma við í Hrísey og spila þennan nýjasta völl sem mun vera mjög skemmtilegur með lengstu braut upp á 94 metra. Byrjunarteigur er við gamla skólann. Hægt er að kaupa byrjunarsett í Júllabúð og þá er bara að drífa sig á völlinn.
Sjá nánar
Lesa meira
19.06.2014
Guðsþjónusta verður í Hríseyjarkirkju á sunnudaginn 22. júní kl.14:00. Þá mun sóknarprestur Hríseyjarprestakalls kveðja söfnuðinn. Sóknarnefnd býður í kaffi að lokinni athöfn í fjölnotahúsinu.
Lesa meira
15.06.2014
Dagskrá í tilefni af 70 ára afmæli lýðveldisins og 50 ára afmæli Ungmennafélagsins Narfa.
Lesa meira