Frisbígolf
Í Hrísey er 9 körfu frisbígolfvöllur sem var settur upp sumarið 2014. Tveir teigar eru á hverri braut sem gerir völlinn hentugan fyrir byrjendur sem og lengra komna. Tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna. Hægt er að kaupa frisbígolf diska í Hríseyjarbúðinni áður en haldið er af stað.
Upphafsteigur vallarins er við Gamla skólann (sjá Gamla skóla á korti).