Folf í Hrísey
22.06.2014
Nú er kominn frisbígolfvöllur í Hrísey, þetta 9 brauta völlur með tveimur teigum á hverri braut. Allir folfarar eru hvattir til að koma við í Hrísey og spila þennan nýjasta völl sem mun vera mjög skemmtilegur með lengstu braut upp á 94 metra. Byrjunarteigur er við gamla skólann. Hægt er að kaupa byrjunarsett í Júllabúð og þá er bara að drífa sig á völlinn.
Sjá nánar