Fréttir

Sýning á verkum nemenda Hríseyjarskóla.

Opnar í dag kl. 16.00 í Júllabúð. Þetta eru verk sem nemendur í 1. og 2. bekk hafa unnið í myndmenntatímum í vetur. Nemendurnir bjóða upp á hollar veitingar og vonast til að sjá sem flesta.
Lesa meira

Áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars 1. nóvember

Þann 1. nóvember breytist áætlun Sævars sjá nánar
Lesa meira

Tónleikar í Hrísey

Fimmtudaginn 31. október ætlar kór Félags eldri borgara á Akureyri - Í fínu formi að bjóða öllum Hríseyingum til tónleika í Íþróttamiðstöðinni. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og á söngskránni eru bæði íslensk og erlend lög. Kórfélagar eru rúmlega fimmtíu og var kórinn stofnaður 1986.Stjórnandi er Petra Björk Pálsdóttir og meðleikari er Valmar Väljaots.Aðrir Akureyringar eru líka velkomnir á tónleikana.
Lesa meira

Frá Íþróttamiðstöðinni

Lokað verður dagana 24. og 25. október vegna námskeiðs hjá starfsfólki.Fosrstöðumaður.
Lesa meira

Nýtt fyrirtæki í Hrísey

Opnuð hefur verið félagsráðgjafarstofa á netinu, sem eingöngu býður upp á ráðgjöf með samskiptum í gegnum netið og síma, þ.e. tölvupósta, skype viðtöl og símaviðtöl.  Stofnandi og eigandi Hugrekkis er Ingibjörg Þórðardóttir, félagsráðgjafi en hún hefur lengi unnið með þolendum ofbeldis.  Lesa meira Óskum Ingu innilega til hamingju.          
Lesa meira

Ný heimasíða Hríseyjarskóla

Ný og glæsileg heimasíða Hríseyjarskóla er komin í loftið. Gaman að fylgjast með starfi skólans.http://www.hriseyjarskoli.is/
Lesa meira

Fyrsti grautur vetrarins

Laugardaginn 5. október verður fyrsti grautardagur hjá okkur. Að venju verðum við í Hlein kl. 12.00 með þykkan graut og slátur.Allir velkomnir.
Lesa meira

Ungmennafélagið Narfi auglýsir.

Nú er að fara af stað íþróttakóli fyrir börn á leikskólaaldri, fótbolti og frjálsíþróttaæfingar fyrir grunnskólabörn.Sjá hér
Lesa meira

Breyttur opnunartími Íþróttamiðstöðvar

Frá og með 21. september verður opið kl. 12.00 - 15.00 á laugardögum.Þetta er tilkomið vegna frjálsíþróttaæfinga barna á aldrinum 5-10 ára.
Lesa meira

Málþing í Hrísey.

Rúmlega 60 manns mættu á málþingið sem haldið var laugardaginn 14. september í Íþróttamiðstöðinni. Unnið var eftir svokölluðu þjóðfundarformi og skipt í 8-10 manna hópa og voru hópstjórar í hverjum hóp. Er það álit flestra að málþingið hafi verið mjög þarft og góð vinna farið þar fram. Áhugahópur um framtíð Hríseyjar sem stóð fyrir málþinginu mun á næstu dögum fara yfir niðurstöður fundarins og halda áfram þeirri vinnu sem framundan er. Hópurinn vill koma á framfæri þakklæti til allra sem tóku þátt í málþinginu bæði gestum og heimamönnum.
Lesa meira