Fréttir

Jólaminning úr bernskunni.

Þökkum fyrir notalega jólstund í húsi Hákarla Jörundar í gær. Það var ánægjlegt að sjá hvað margir komu og tóku þátt með okkur. Sérstakar þakkir fá Elsa Jónsdóttir, Lovísa María Sigurgeirsdóttir, Hulda Hrönn M. Helgadóttir, Svanhildur Daníelsdóttir, Rúnar Freyr Júíusson, kirkjukórinn og organistinn.  Við birtum hér skemmtilega lesningu eftir Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur sem hún las upp í húsi Hákarla Jörundar. Lesa hér
Lesa meira

Sunnudagur 15. desember.

Jólastund í húsi Hákarla Jörundar kl. 14.00. Upplestur, söngur og huggulegheit. Kaffihlaðborð í Brekku kl. 15.00 - 16.30. Opið í Gallerí Perlu kl. 16.00 - 18.00. Njótum aðventunnar saman.
Lesa meira

Jólabað

Í blaðaviðtali fyrir skemmstu nefndi bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, að frítt yrði í sund fyrir alla Akureyringa skömmu fyrir jól og nú er komið að því: Ókeypis verður í Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug helgina laugardaginn 14. desember og sunnudaginn 15. desember. Einnig verður ókeypis í sund í Grímsey og Hrísey laugardaginn 14. desember. Bæjarbúar eru hvattir til að nota tækifærið, skella sér í hressandi jólabað og nýta frábæra aðstöðu í sundlaugum sveitarfélagsins án endurgjalds þessa daga.
Lesa meira

Tónleikar á Brekku.

Sister Sister verður með útgáfutónleika á Brekku laugardaginn 14. desember kl. 21.00. Frítt inn. Nýji diskurinn þeirra verður einnig til sölu. Þær voru að slá í gegn í Reykjavík 8. þessa mánuðar og verða einnig með útgáfutónleika á Akureyri 13. desember.
Lesa meira

Möndlugrautur Ferðamálafélagsins.

Laugardaginn 7. desember mættu 70 manns í graut hjá okkur. Að þessu sinni var mandla í grautnum og var smá pakki fyrir þá sem fengu möndluna. Í grautinn mættu starfsmenn RÚV og tóku upp fyrir Landann og verður þetta sýnt á RÚV milli jóla og nýárs. Næsti grautur verður laugardaginn 4. janúar og svo fyrsta laugardag í mánuði fram á vor.Þökkum fyrir góða mætingu.
Lesa meira

Pub Quiz á Brekku

Pub Quiz  laugardaginn 7. desember kl. 21.00 með Kidda Árna. Opið frá kl 17:00 lottó, pizzur, hamborgarar og bar Föstudaginn 6. desember er opið frá kl. 18:00 Lottópotturinn stefnir í 85 milljónir.
Lesa meira

Kveikt á jólatrénu í Hrísey.

Í dag var kveikt á jólatrénu og á eftir var boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Júllabúð. Að venju var góð mæting og komu jólasveinar alveg óvænt í heimsókn. Einnig var opið í Gallerí Perlu og aðventustund var í kirkjunni kl. 16.00. Skoða myndir
Lesa meira

Karrinn kominn út.

Fréttabréf Ferðamálafélagsins er nú komið á netið. Hér má sjá aðventudagskrána, fréttir, sögur og fleira. Birt með fyrirvara um prentvillur. Smellið hér til að skoða Karrann 2013
Lesa meira

Karrinn kominn út.

Hér má lesa Karrann, fréttabréf Ferðamálafélagsins í Hrísey.  Aðventudagskráin eins og hún leggur sig. Birtur með fyrirvara um prentvillur. Lesa Karrann
Lesa meira

Badmintonæfingar á þriðjudögum

Ungmennafélagið Narfi stendur fyrir badmintonæfingum í íþróttamiðstöðinni á þriðjudögum kl. 18-19 fyrir alla 13 ára og eldri. Tilvalið að skella sér í pottinn á eftir.
Lesa meira