Hundagerði

Hundagerði hefur verið girt af ofan við Áhaldahúsið. Svæðið er rúmlega 3000 fermetrar að stærð. Lausaganga hunda er með öllu bönnuð í Hrísey en nú gefst hundaeigendum tækifæri til að leyfa hundum að hlaupa lausum innan hundagerðisins.

Hundagerði hefur verið til umfjöllunar í einhver ár en ungur Hríseyingur, Stefán Pétur Bragason, safnaði undirskriftum þess til stuðnings og afhenti bæjarstjóra í mars 2023, sjá umfjöllun RÚV. Hverfisráð Hríseyjar vann málið svo áfram í samstarfi við starfsfólk umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og var gerðið tilbúið um miðjan ágúst 2024.

Notendur eru vinsamlega beðnir um að ganga vel um og hirða upp allan hundaskít eftir eigin hunda, rétt eins og utan svæðisins þar sem hundar eiga að vera í bandi.