09.12.2013
Sister Sister verður með útgáfutónleika á Brekku laugardaginn 14. desember kl. 21.00. Frítt inn. Nýji diskurinn þeirra verður einnig til sölu. Þær voru að slá í gegn í Reykjavík 8. þessa mánuðar og verða einnig með útgáfutónleika á Akureyri 13. desember.
Lesa meira
09.12.2013
Laugardaginn 7. desember mættu 70 manns í graut hjá okkur. Að þessu sinni var mandla í grautnum og var smá pakki fyrir þá sem fengu möndluna. Í grautinn mættu starfsmenn RÚV og tóku upp fyrir Landann og verður þetta sýnt á RÚV milli jóla og nýárs. Næsti grautur verður laugardaginn 4. janúar og svo fyrsta laugardag í mánuði fram á vor.Þökkum fyrir góða mætingu.
Lesa meira
05.12.2013
Pub Quiz laugardaginn 7. desember kl. 21.00 með Kidda Árna.
Opið frá kl 17:00 lottó, pizzur, hamborgarar og bar
Föstudaginn 6. desember er opið frá kl. 18:00
Lottópotturinn stefnir í 85 milljónir.
Lesa meira
01.12.2013
Í dag var kveikt á jólatrénu og á eftir var boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Júllabúð. Að venju var góð mæting og komu jólasveinar alveg óvænt í heimsókn. Einnig var opið í Gallerí Perlu og aðventustund var í kirkjunni kl. 16.00. Skoða myndir
Lesa meira
29.11.2013
Fréttabréf Ferðamálafélagsins er nú komið á netið. Hér má sjá aðventudagskrána, fréttir, sögur og fleira.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
Smellið hér til að skoða Karrann 2013
Lesa meira
29.11.2013
Hér má lesa Karrann, fréttabréf Ferðamálafélagsins í Hrísey.
Aðventudagskráin eins og hún leggur sig.
Birtur með fyrirvara um prentvillur.
Lesa Karrann
Lesa meira
26.11.2013
Ungmennafélagið Narfi stendur fyrir badmintonæfingum í íþróttamiðstöðinni á þriðjudögum kl. 18-19 fyrir alla 13 ára og eldri. Tilvalið að skella sér í pottinn á eftir.
Lesa meira
20.11.2013
Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu vegna úrvinnslu málþings um framtíð Hríseyjar.
Lesa fréttatilkynningu
Lesa meira
19.11.2013
Ungmennafélagið Narfi stóð fyrir badmintonæfingu í síðustu viku og mættu 11 áhugasamir badmintoniðkendur á æfinguna og höfðu gaman af. Önnur æfing verður miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17-18:30.
Lesa meira
11.11.2013
Fyrsta æfing verður í íþróttamiðstöðinni miðvikudaginn 13. nóvember kl. 17:00 18:30. Högni Harðarson, þjálfari hjá badmintondeild KA á Akureyri, mun mæta á fyrstu æfingarnar, kenna grundvallaratriði í badminton og koma okkur af stað. Stefnt er svo að því að hafa vikulegar æfingar á þriðjudögum.
Lesa meira