08.01.2015
Forsýning / Listamannaspjall / VöfflukaffiLaugardaginn 10. janúar heldur hollenska kvikmyndagerðarkonan Puck Verkade stutta forsýningu á mynd sinni Solitary Company (Afskekktur félagsskapur) í húsi Hákarla Jörundar kl. 17:00 en myndin fjallar um heimsókn listakonunnar til eyjarinnar. Hún var mánuð í Gamla skóla og á þeim tíma tók hún viðtöl við þrjár kynslóðir eyjarskeggja um hug þeirra til Hríseyjar, þau áhrif sem það hefur haft að búa í svo litlu samfélagi og samband þeirra við þögnina.Puck hefur helgað list sína því að kanna hvernig fólk gefur lífi sínu gildi og tilgang. Hún stundar rannsóknir á vettvangi og úr verða videóinnsetningar sem endurspegla sálarlíf fólks, hvernig það byggir upp sjálfsmynd sína og stöðu innan samfélagsins.Nánar um ævintýri Puck í Hrísey: Blog: http://notes.puckverkade.com/Heimasíða: www.puckverkade.com
Lesa meira
05.01.2015
Opið verður á þriðjudag 6. janúar kl. 15:00 - 18:00
Lesa meira
22.12.2014
Aðfangadagur og gamlársdagur:Frá Hrísey: 09:00...........Frá Árskógssandi: 09:30 11:00.......... .............................11:30 13:00........................................13:30 16:00........................................16:30
Lesa meira
22.12.2014
Í dag fékk Hríseyjarskóli viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu en þar eru gluggarnir málaðir á hverju ári og setja jólalegan svip á umhverfið.
Sjá myndir
Lesa meira
17.12.2014
Við
viljum minna á að skötuveisla verður á Brekku á Þorláksmessu, 23. desember, kl.
18:00. Nauðsynlegt
er að panta og biðjum við ykkur að panta fyrir 20. desember í síma 891-9614 eða 693-2959. Þá
minnum við líka á að kósýstund og jólaglögg verður í Brekku laugardagskvöldið 20.
desember kl. 21:00 þar sem við ætlum að njóta samveru við hvert annað og aldrei að vita
nema einhver hugguleg, heimagerð atriði verði á dagskrá. Þess
fyrir utan viljum við ítreka að afgreiðslutími Júllabúðar og Brekku yfir
jólahátðína er auglýstur í Karranum. Jólakveðja, Júlli
og Inga
Lesa meira
13.12.2014
Ákveðið að fella niður jólastund í húsi Hákarla Jörundar, kaffihlaðborð í Brekku og opnun í Gallerí Perla vegna slæmrar veðurspár.
Lesa meira
09.12.2014
Athugið Íþróttamiðstöðin
verður opin kl. 13:00 15:00 laugardaginn 13. desember vegna jólahlaðborðs
starfsfólks sundlaugar Akureyrar.
Forstöðumaður.
Lesa meira
08.12.2014
Tæplega sjötíu manns mættu í möndlugraut á laugardaginn. Verðlaun voru fyrir möndluna og voru það Jara Sól Ingimarsdóttir
og Almar Björnsson sem voru heppin í þetta sinn. Takk fyrir komuna allir
saman.Sjá myndir.
Lesa meira
04.12.2014
Í gær var kveikt á jólatrénu í Hrísey og var það Stella Kristín
Júlíusdóttir sem kveikti. Um fjörtíu manns mættu á þennan viðburð og
fengum við tvo skemmtilega gesti sem sungu og dönsuðu með okkur í kring
um tréð.
Lesa meira
01.12.2014
Ákveðið hefur verið að fresta því að kveikja á jólatrénu fram á miðvikudag 3. desember kl. 17.00 vegna veður og veikinda.
Lesa meira