23.11.2014
Í dag var haldin jólamarkaður í Sæborg, kvenfélagið var með sína árlegu smákökusölu og bauð einnig upp á kleinur í ár. Gallerí Perla með jólavörur og ýmislegt fleira. Leikklúbburinn Krafla seldi kaffi og með því. Á markaðinn komu um sjötíu manns og var almenn ánægja með daginn. Það er alveg ljóst að þessi viðburður er komin til að vera.
Bestu þakkir frá Kröflu, kvenfélagi og Gallerí Perlu.
Sjá myndir
Lesa meira
13.11.2014
Laugardaginn 29. nóvember verður jólahlaðborð í Brekku.
Miðapantanir í síma 891-9614
Lesa meira
11.11.2014
Bókasafnið opnar aftur fimmtudaginn 13. nóvember, opið verður á sama tíma frá kl. 16:30 - 18:30.
Lesa meira
05.11.2014
Mánudaginn 10. nóvember. Sjá nánar
Lesa meira
04.11.2014
Í dag kom sjúkrabíll til Hríseyjar
með Sæfara og var það Anton Steinarsson sem sótti bílinn til Akureyrar. En
umræðan byrjaði fyrir um ári síðan þegar forstöðumaður Heilsugæslunnar á Dalvík
fór að ræða við Hverfisráðið um að fá hingað bíl.
Lesa meira
30.10.2014
Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Akureyri
og samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum og er hún nú um 4000 míkrógrömm á rúmmetra.Sjá nánar:
Lesa meira
28.10.2014
1. nóvember breytist áætlun Sævars, ferðir kl. 15.00 og 17:00 falla niður og í staðinn kemur ferð kl.16:00 sjá nánar
Lesa meira
08.10.2014
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 9. október
kl. 20:30 á Brekku. Farið verður yfir vinnu síðasta vetrar og verkefni þessa vetrar rædd. Meðal verkefna sem unnið verður að í vetur eru atvinnumál, fjarskiptamál,
byggðaþróun og markaðssetning svo eitthvað sé nefnt.
Allir velkomnir, sérstaklega þeir sem hafa áhuga á að vinna með hópnum í vetur að margvíslegum málefnum sem varða framtíð Hríseyjar.
Lesa meira
28.09.2014
Laugardaginn 27. september var haldin samæfing björgunarsveita á
svæði 11, æfingin var haldin í Hrísey. Björgunarsveitin Súlur á Akureyri sá um
skipulagningu á æfingunni en svæðið nær yfir allan Eyjafjörð. Líkt var eftir
skipsskaða suðaustan við Hrísey.
Lesa meira