Fréttir

Konukvöld á Brekku.

Laugardagskvöldið 7. mars næstkomandi verður konukvöld á Brekku. Gleðin hefst kl 20:00 og stendur fram eftir nóttu! Fordrykkur að hætti hússins. Matseðill: Kjúklingasalat með mangó og balsamiksósu, heimabakað brauð. Í eftirrétt er síðan heimabökuð súkkulaðikaka með rjóma. Dagskrá: Agnes Sigurðardóttir frá Kalda verður með bjórkynningu og segir okkur frá þessu frábæra fyrirtæki.
Lesa meira

Öskudagur í Hrísey.

Kötturinn verður sleginn úr tunnunni við búðina klukkan 11.00. Nemendur Hríseyjaskóla eru hvattir til að taka þátt í fjáröflun fyrir nemendaráð að syngja í fyrirtækjum. Öskudagsballið verður haldið í íþróttahúsinu klukka 15:30. Í þetta sinn verður enginn aðgangseyrir og því enginn nammipoki. Í boði verður skemmtun með dansi og þrautum fyrir alla til að fá útrás. Veitt verða verðlaun fyrir búninga. Kaffi á könnunni og djús.
Lesa meira

Íbúafundur 25. febrúar

Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17.00 í Hlein Á fundinum verða ýmiss málefni Hríseyjar rædd. Bæjarstjóri og fulltrúar frá Akureyrarbæ mæta á fundinn. Fjölmennum og tökum þátt í umræðunni. Kosið verður í Hverfisráð fyrir næsta starfsár. Þeir sem vilja gefa kost á sér til setu í ráðinu tilkynni það á skrifstofuna í Hrísey sími: 466-1762 fyrir hádegi á miðvikudeginum 25. febrúar, með tölvupósti á “lindamaria@akureyri.is” eða til Lindu Maríu í síma 891-7293 Hverfisráð Hríseyjar.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðin í Hrísey

Opið verður á morgun laugardag 14. janúar kl. 16:00 - 18:00 Vegna jarðarfarar.
Lesa meira

Miðar á þorrablót 2015

Miðar verða afhentir gegn greiðslu fimmtudaginn 12.febrúar kl. 17:00 - 18:00 í Íþróttamiðstöðinni. Minnum á reikning þorrablótsnefndar 1177 - 05  - 271 kt. 530313-1150.Athugið að ekki verður sala á drykkjum á ballinu en gos fylgir með hverjum miða á matinn. Nefndin
Lesa meira

Þorrablót 2015.

Minnum á skráningu á þorrablót frestur til föstudagsins 6. febrúar. Verð:Matur og ball kr.  7.500 Matur kr. 6.500Ball kr. 2.500. Miðapantanir eftir kl 15:00 hjá: Guðrúnu Þorbjarnardóttur 692-4910. Kristínu Björk Ingólfsdóttur 866-9490/466-3017.Þórunni Arnórsdóttur 891-7929/466-1709.Vinsamlega pantið miða fyrir föstudaginn 6. febrúar og greiðið inn á reikning 1177-05-271 kt. 530313-1150.
Lesa meira

Febrúargrautur

Vinsamlega athugið að febrúargrauturinn verður á þorrablótsdaginn 14. febrúar en ekki fyrsta laugardag eins og venjan er.
Lesa meira

Brekka Hrísey

2ja manna herbergi á frábæru verði - hægt að panta með því að hringja í síma 891-9614:Tilboð á gistingu yfir þorrablótshelgina 13. - 15. febrúar.31. jan Pub Quiz kl 21:00 - þema kvöldsins er léttar og skemmtilegar spurningar13. febrúar Pub Quiz kl. 21:00 - upphitun fyrir þorrablót 7. mars - konukvöld á Brekku.. góður matur og skemmtidagskrá  21. mars - karlakvöld á Brekku.. góður matur og skemmtidagskrá
Lesa meira

Þorrablót 2015.

Árlegt þorrablót Hríseyinga verður haldið laugardaginn 14. febrúar í Íþróttamiðstöðinni. Borðhald hefst kl. 20:00 en húsið opnar 19:30. Dansleikur verður að loknu borðhaldi með hljómsveitinni  SOS. Verð:Matur og ball kr.  7.500 Matur kr. 6.500Ball kr. 2.500. Miðapantanir eftir kl 15:00 hjá: Guðrúnu Þorbjarnardóttur 692-4910. Kristínu Björk Ingólfsdóttur 866-9490/466-3017.Þórunni Arnórsdóttur 891-7929/466-1709.Vinsamlega pantið miða fyrir föstudaginn 6. febrúar og greiðið inn á reikning 1177-05-271 kt. 530313-1150.
Lesa meira

Dagatal ungmennafélagsins Narfa 2015

Ungmennafélagið Narfi í Hrísey hefur til sölu dagatal fyrir árið 2015, en fyrsta upplag seldist upp. Dagatalið er í A4 stærð, gormað og með gati til að hengja upp á vegg. Það inniheldur fallegar myndir frá Hrísey frá 8 ljósmyndurum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir myndirnar. Verð: 2.500 kr. Getum sent hvert á land sem er, sendingarkostnaður innifalinn. Áhugasamir geta sent tölvupóst á ingolfur@sigfusson.is, með nafni, heimilisfangi og fjölda. Með von um jákvæð viðbrögð og fyrirfram þakkir fyrir stuðninginn.Ungmennafélagið Narfi, Hrísey
Lesa meira