Fréttir

Viðurkenning fyrir fallega jólaskreytingu.

Í dag fékk Hríseyjarskóli viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu en þar eru gluggarnir málaðir á hverju ári og setja jólalegan svip á umhverfið.  Sjá myndir
Lesa meira

Frá veitingahúsinu Brekku

Við viljum minna á að skötuveisla verður á Brekku á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 18:00. Nauðsynlegt er að panta og biðjum við ykkur að panta fyrir 20. desember í síma 891-9614 eða 693-2959.  Þá minnum við líka á að kósýstund og jólaglögg verður í Brekku laugardagskvöldið 20. desember kl. 21:00 þar sem við ætlum að njóta samveru við hvert annað og aldrei að vita nema einhver hugguleg, heimagerð atriði verði á dagskrá.  Þess fyrir utan viljum við ítreka að afgreiðslutími Júllabúðar og Brekku yfir jólahátðína er auglýstur í Karranum.   Jólakveðja, Júlli og Inga
Lesa meira

Aðventudagskrá 14. desember

Ákveðið að fella niður jólastund í húsi Hákarla Jörundar, kaffihlaðborð í Brekku og opnun í Gallerí Perla vegna slæmrar veðurspár.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðin í Hrísey

Athugið  Íþróttamiðstöðin verður opin kl. 13:00 – 15:00 laugardaginn 13. desember vegna jólahlaðborðs starfsfólks sundlaugar Akureyrar.  Forstöðumaður. 
Lesa meira

Möndlugrautur

Tæplega sjötíu manns mættu í möndlugraut á laugardaginn. Verðlaun voru fyrir möndluna og voru það Jara Sól Ingimarsdóttir og Almar Björnsson sem voru heppin í þetta sinn. Takk fyrir komuna allir saman.Sjá myndir.
Lesa meira

Kveikt á jólatrénu í Hrísey

Í gær var kveikt á jólatrénu í Hrísey og var það Stella Kristín Júlíusdóttir sem kveikti. Um fjörtíu manns mættu á þennan viðburð og fengum við tvo skemmtilega gesti sem sungu og dönsuðu með okkur í kring um tréð.
Lesa meira

Kveikt á jólatré miðvikudaginn 3. desember

Ákveðið hefur verið að fresta því að kveikja á jólatrénu fram á miðvikudag 3. desember kl. 17.00 vegna veður og veikinda.
Lesa meira

Karrinn 2014

Hér má lesa Karrann 2014.
Lesa meira

Afgreiðslutími Íþróttamiðstöðvar jól og áramót

21. desember.............................13:00 - 16:0022. - 26. desember ....................lokað27. desember ............................13:00 - 16:0028. desember ............................13:00 - 16:0029. desember ............................14:00 - 20:0030. desember.............................14:00 - 20:0031. desember.............................lokað1. janúar.....................................lokað
Lesa meira

First responder námskeið í Hrísey.

Níu vaskir eyjaskeggjar úr björgunarsveit og slökkviliði sátu námskeið í vettvangshjálp  alla helgina frá föstudegi til sunnudags. Það er Sjúkraflutningaskólinn á Akureyri sem býður upp á þessi námskeið og fá nemendur titilinn vettvangshjálparliðar að námskeiði loknu.
Lesa meira