Skralli trúður í fjörtíu ár.
04.08.2014
Í dag fagnar Skralli trúður 40 ára afmæli sínu og eyðir
deginum með Aðalsteini Bergdal föður og samstarfsmanni á heimili þeirra í
Hrísey. Skralli kom fyrst fram á Edrúhátíð á Hrafnagili verslunarmannahelgina
1974. Hann kom inn á síðustu stundu vegna forfalla, fann trúðabúning í
leikhúsinu á Akureyri og hjólaði í fullum skrúða fram á Hrafnagil. Uppistandið
gekk mjög vel en á eftir var hann umkringdur 100 börnum sem klipu, spörkuðu og
tróðu á tánum á honum. Þar ákvað hann að þetta yrði ekki endurtekið en það fór
aðeins öðruvísi og er Skralli enn í fullu fjöri 40 árum síðar. Óskum honum
innilega til hamingju með daginn.