Fréttir

Páskar í Brekku

Skírdagur. Kökubasar kvenfélagsins kl.14:00 Opið fyrir pizzur frá kl 17:00 -20:00 Lokað Föstudaginn langa Laugardaginn 19.apríl. Opið frá kl 12:00-01. Lottó, pizzur, hamborgara. Páska Pub Quiz kl 21:00 Gleðilega páska. 
Lesa meira

Opnunartími sundlaugar.

Páskaopnun 2014 17. apríl. Skírdagur -  13.00 - 16.0018. april. Föstudagurinn langi - Lokað19. apríl. Laugardagur - 13.00 - 16.0020. apríl. Páskadagur - Lokað21. apríl. Annar í páskum - 13.00 - 16.0024. apríl. Sumardagurinn fyrsti - 13.00 - 16.001.maí. Fimmtudagur - Lokað
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálafélagsins

Athugið fundurinn verður kl. 16.00 ! Verður haldinn þriðjudagsinn 8. apríl í húsi Hákarla Jörundar kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf.    Stjórn Ferðamálafélags Hríseyjar
Lesa meira

Frá Eyfari ehf

Hríseyjarferjan Sævar fer í slipp á morgun 1. apríl vegna bilunar í skrúfubúnaði. Á meðan mun Máni frá Dalvík sjá um ferðir. Ekki er vitað hvað viðgerðin tekur langan tíma.  
Lesa meira

Fjölmennur fundur í Hrísey

Tæplega 70 manns mættu á íbúafund í Hrísey í dag. Á fundinum var kynnt skýrsla með niðurstöðum frá málþingi sem haldið var í september sl. Það er hópur fólks sem kallar sig áhugahóp um framtíð Hríseyjar og hefur verið starfandi frá miðjum ágúst 2013 sem stóð fyrir því. Málþingið var með svokölluðu þjóðfundarsniði þar sem unnið var í hópum og niðurstöður kynntar í restina, síðan þá hefur hópurinn verið að vinna úr niðurstöðunum og var afraksturinn kynntur í dag. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hvað margir mættu á fundinn og var almenn ánægja með hann. 
Lesa meira

Íbúafundi frestað vegna veðurs

Fyrirhuguðum íbúafundi frestað til miðvikudagsins 26. mars kl. 16.00 í Íþróttamiðstöðinni. Kynntar verða niðurstöður málþings. Boðið upp á súpu og brauð í lok fundar kl. 18.00.Hér má nálgast skýrslu með samantekt frá málþingi Mætum öll og látum okkur málin varða. Áhugahópur um framtíð Hríseyjar.
Lesa meira

Öskudagur í Hrísey

"Kötturinn" sleginn úr tunnunni við Júllabúð kl. 11.00. Á eftir ganga nemendur Hríseyjarskóla um eyjuna og syngja fyrir íbúa. Öskudagsball í SÆBORG kl. 15.30.Verð inn á ballið er 200 krónur en innifalið í verðinu er nammipoki og svali. Veitt verða verðlaun fyrir flottasta, skemmtilegasta og frumlegasta búninginn.Hlökkum til að sjá ykkur öll.Kveðja foreldrafélag Hríseyjarskóla.
Lesa meira

Breyting á áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars

Laugardaginn 1. mars breytist áætlun ferjunnar. Hér má sjá áætlunina
Lesa meira

Júllabúð auglýsir.

Júllabúð lokar klukkan 16:30 á morgun 05.02 vegna íbúafundar í Hlein.  Við hvetjum alla til að mæta.Kv. Júlli
Lesa meira

Tilkynning frá Júllabúð.

Kæru viðskiptavinir.Júllabúð mun opna aftur á morgun föstudaginn 31. jan. kl. 17:00Við höfum tekið þá ákvörðun að lækka verð á ýmsum nauðsynjavörum umtalsvert með von um að fleiri sjái sér fært að nýta betur þjónustu í heimabyggð. Við höfum hafið samstarf við Aðalbakarí á Siglufirði og munum við vera með breitt vöruúrval frá þeim í boði og fyrsta sending verður hér við, opnun, en um er að ræða margrómað bakarí. Einnig höfum við hafið samstarf við Kjarnafæði og munum við bjóða upp á verð á þeirra vörum sem er fáséð utan stórmarkaða.Við hlökkum til þess að sjá ykkur sem oftast.Kveðja Júlli
Lesa meira