Hrísey er einstök í sinni röð, sannkölluð perla Eyjafjarðar. Þar er mannlífið blómlegt, útsýni stórfenglegt um allan fjörðinn og fuglalíf fjölskrúðugt.
Hríseyjarferjan Sævar fer í slipp 23. apríl og verður í einhverjar vikur.
Mun farþegabáturinnn Konsúll leysa ferjuna af á meðan og ferjuáætlun haldast óbreytt.
Athugið að allur flutningur þarf að fara með Sæfara frá Dalvík á meðan.
Páskabingó Björgunarsveitarinnar laugardaginn 19. apríl í Íþróttamiðstöðinni.
Barnabingó kl. 16.00 og fullorðinsbingó kl. 20.30.
Mætum öll og styrkjum starf sveitarinnar.