Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið í Hrísey er staðsett neðan við sundlaugina, beint ofan við Sæborgarfjöruna. Baðherbergis- og sturtuaðstaða fyrir tjaldsvæðisgesti er í kjallara sundlaugarinnar. Hægt er að tengjast rafmagni á tjaldsvæðinu.
Matvöruverslun og veitingastaður eru í göngufæri við tjaldsvæðið.
Tjaldsvæðið er staðsett við sjóinn og margir segja að hvergi sé notalegra að vakna við fuglasöng og sjávarnið eins og á tjaldsvæðinu í Hrísey.
Gisting fyrir 18 ára og eldri er kr. 1.800 pr. nótt
Yngri en 18 ára fá frítt
67+ og öryrkjar kr. 1.400 pr. nótt
Aðgengi að rafmagni er kr. 1.400 á sólarhring
Gjald fyrir gistieiningu er kr. 1.000 og er gistináttaskattur kr. 300 + vsk innifalin í því verði.
Tjaldsvæðið er í miðju þorpinu við sjóinn. Skemmtileg fjara og góð aðstaða er til sjósunds auk þess sem sundlaug með glæsilegu íþróttahúsi er rétt fyrir ofan svæðið. Stutt er í leiksvæði við Hríseyjarskóla. Þá hefur verið komið fyrir ærslabelg og aparólu á hátíðarsvæðinu.
Starfsfólk sundlaugarinnar sér um tjaldsvæðið og tekur við greiðslu fyrir gistingu. Ekki er sérstök gæsla á tjaldsvæðinu utan opnunartíma sundlaugarinnar sem er virka daga frá 10.30 til 18.30 og um helgar 10.30 til 17.00.
Opnunartími:
1. júní til 31 ágúst.
Allar nánari upplýsingar má fá í sundlauginni og í síma 461-2255.