Fréttir

Frábær mynd

Þessi frábæra mynd kom fyrir nokkru til okkar. Þetta eru hin svokölluðu Sænsku hús sem svíar byggðu í kring um aldamótin. Þeir voru hér með síldarsöltun og í öðru húsinu var verbúð yfir sumarið fyrir söltunarstúlkur. Talið er að eitt sumarið hafi dvalið í húsinu 88 stúlkur. Þar hefur án efa verið þröngt á þingi en sjálfsagt mikið fjör. Húsin voru rifin rétt upp úr 1940.
Lesa meira

Fundur vegna Fjölskylduhátíðar

Í gærkvöldi sunnudagskvöldið 9. mars var haldinn fundur vegna Fjölskylduhátíðar. Á fundinn mætti stjórn Markaðsráðsins, fleiri létu ekki sjá sig. Kom það okkur á óvart þar sem könnun hefur verið á heimasíðunni um hátíðina og þar svöruðu 30 manns og 30 % af þeim voru tilbúnir í að vera í undirbúningsnefndinni. En áhugasamir geta haft sambandi við Ingimar Ragnarsson í Eyjabúðinni. 
Lesa meira

Loksins, loksins

Síðan hefur legið niðri vegna tæknilegra örðugleika í rúmlega viku, en er nú komin í lag, vonandi til frambúðar. Við biðjumst velvirðingar á þessu.Stjórn Markaðsráðs Hríseyjar.  
Lesa meira

Bláskeljavinnslan að fara í gang

Þessa dagana er unnið að uppsetningu á vinnslulínu í verksmiðjuhúsnæði Norðurskeljar. Bláskelin fer í gegnum línuna og er afklösuð, flokkuð og spunaþráðurinn tekinn af og síðan er hún vigtuð og henni pakkað. Er hún þá tilbúin á markað. Fyrst um sinn verður skelin seld á heimamarkaði en stefnt er að því að flytja hana út.  
Lesa meira

Ennþá meira líf í Nautabúinu

Í morgun fæddist kvígukálfur í Nautabúinu. Þannig að það er ljóst að mikil gróska er í nautgriparæktinni. Kvígan er ættuð frá Ytri - Reistará og er hún svört á litinn. Ekki áttu þeir bændur alveg von á fleiri kálfum í bráð en svona er búskapurinn, alltaf eitthvað sem kemur á óvart.  
Lesa meira

Myndir úr Sæborg

DVD diskur sem i inniheldur ljósmyndir frá samkomum í Sæborg frá árinu 1959 til dagsins í dag, er fáanlegur hjá þorrablótsnefnd 2008. Myndir af þessum diski voru sýndar á þorrablótinu 2008.Diskurinn kostar 1000. kr. Áhugasamir hafi samband við Jóhann í síma 695-1963. 
Lesa meira

Þorraboli

  Mikið líf í Nautabúinu.  Í dag fæddist fyrsti kálfur ársins og var honum að sjálfsögðu gefið nafnið Þorri. Gaman var að fylgjast með því í dag þegar þeir Óli Pálmi, Hrannar og Almar voru að koma kálfinum á fætur og fá kvíguna til að taka við honum. Þeir þurftu að mjólka hana og gefa kálfinum að drekka. Þarna eru sko alvöru bændur á ferð. Með þeim í rekstrinum er einnig Kristinn Árnason.   
Lesa meira

Mikið um að vera í Hrísey

Mánudaginn 4. febrúar var Bolludagur og af því tilefni var bollukaffi í skólanum á sunnudaginn. Það voru að venju Foreldrafélag Grunnskólans og nemendaráð sem sáu um það. Ágætis mæting var í kaffið.
Lesa meira

Hún á afmæli í dag......

Í dag 28. janúar er heimasíðan okkar búin að vera í loftinu í nákvæmlega eitt ár. Ótrúlegt en satt, það er ár síðan Markaðsráðið bauð í kaffi í Hlein í tilefni opnunar hrísey.net. Það eru 19.706 gestir búnir að heimsækja síðuna og erum við mjög ánægð með það.Gaman væri nú að fá ábendingar frá ykkur sem skoðið síðuna. Sendið okkur endilega tölvupóst eða hafið samband við okkur í stjórninni.Hvað finnst ykkur að mætti betur fara og hvernig finnst ykkur síðan ?Við munum halda áfram að setja inn á síðuna og núna er verið að þýða ferðaþjónustu kaflann á ensku og hann mun einnig verða þýddur á þýsku. Fullt af gömlum myndum eiga eftir að koma inn sem verið er að lagfæra. Vonandi verðum við með pistla og annað aðsent efni frá ykkur. Svo munu húsin í Hrísey halda áfram að birtast hægt og rólega. Verið er að yfirfara Staðardagskrá 21 fyrir Hrísey og mun hún verða aðgengileg hér á síðunni.Kveðja frá stjórn MRH   
Lesa meira

ÞORRABLÓT 2008

Þorrablót 2008Laugardaginn 9. febr. kl. 20:00  verður haldið síðasta þorrablótið í Sæborg.Húsið opnar kl. 19:30Upplyfting leikur fyrir dansi  Miðaverð                    matur              4.000  15 ára og eldri                    ball                 2.000  16 ára og eldrimatur og ball    5.000    Miðapantanirhjá Báru í síma 466-1789 á milli kl. 17:00  og 20:00 Búsettir Hríseyingar pantið ykkur miða fyrir 25. janúar til að tryggja ykkur sæti.Almenn miðasala verður eftir það til 1. febrúarMiðapantanir á að sækja laugardaginn 2. febrúar milli kl. 14:00 og 16:00Sjáumst hressNefndin   
Lesa meira