24.05.2008
Laugardaginn 24. maí n.k. verður boðið til hins mánaðarlega hádegisverðar í Hlein kl. 12.00. Ætlunin er að hafa á boðstólnum grjónagraut og ýmislegt meðlæti. Ef þið hafið áhuga á því að leggja eitthvað til hádegismatarins hvort sem það er matur, saga, söngur eða vísukorn eða bara eitthvað annað þá er það bara gaman. Allir hjartanlega velkomnir.Stjórn Markaðsráðs Hríseyjar
Lesa meira
01.05.2008
Inn á síðuna er kominn annállinn frá Þorrablóti okkar Hríseyinga. Hægt er að finna hann undir greinar eða bara að smella á linkinn hér fyrir neðan. Njótið vel.Lesið hér
Lesa meira
29.04.2008
Föstudagskvöldið 25. apríl var konukvöld í Brekku. Um fimmtíu konur mættu, en þetta er í annað sinn sem boðið er upp á svona konukvöld. Boðið var upp á mat og skemmtun. Ari Már eldaði kjuklingabringur á Tagliatellebeði með pestósósu og í eftirrétt bakaði Gunna dýrindis marengstertu. Addi Sím og Solla komu frá Dalvík og framkölluðu frábær skemmtiatriði og svo var tónlist fram á rauða nótt við undirspil Ómars Hlyns. Skoðið myndirnar
Lesa meira
27.04.2008
Nýjustu fréttir af fiskiljósunum hennar Fanneyjar Antonsdóttur.Hanna Eyrún Antonsdóttir, systir Fanneyjar er að aðstoða við gerð fiskiljósanna hér heima. Þessir lampar verða settir upp í Leifsstöð í Keflavík nú um miðjan maí. Þá er Guggenheim í Berlín búið að velja ljósið til sölu í netverslun sinni, en það er eitt virtasta safn í Evrópu. Síðan er útflutningsráð búið að velja ljósin á sýningu í Tokýó í Japan í oktober.Sem sagt frábærar fréttir af frægum Hríseyingum.Til hamingju Fanney
Lesa meira
20.04.2008
Í gær laugardag 19. apríl mættu um þrjátíu manns í hádegisverð sem var í boði Markaðsráðs Hríseyjar. Boðið var upp á grjónagraut (mjólkurgraut), slátur og smurt brauð. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi hádegisverður var, en til stendur að bjóða upp á hann einu sinni í mánuði. Allir eru velkomnir og er fólki alveg frjálst að leggja eitthvað til með sér ef það vill koma á framfæri einhverju, hvort sem það er matarkyns eða bara vísukorn, saga eða eitthvað skemmtilegt. Þarna getur skapast skemmtilegur vettvangur fyrir umræður og skoðanaskipti. Markaðsráðið mun svo vera með einhverja kynningu á starfsemi sinni og hvað framundan er hjá því.Verði ykkur að góðu. Stjórnin
Lesa meira
25.04.2008
Konukvöld í Brekku föstud. 25.apríl kl 20:00Húsið opnar kl 19:30.Fordrykkur, 2ja rétta kvöldverður, kaffi og happdr.miði.Verð kr 2700Földi glæsilegra vinninga í boði.Hársnyrtis.Lokkalist Hótel KEA, Bak og fyrir, Hársnyrtis. Zone, Veitingahúsið Brekka.VeislustjóriArnar SímonarsonÓmar Hlyns lofar stuði fram á nótt.Húsið opnar fyrir alla kl. 23:00Vinsamlegast pantið miða fyrir 22.apríl í síma 6953737
Lesa meira
15.04.2008
Kæru Hríseyingar Markaðsráð Hríseyjar býður öllum þeim sem vettlingi geta valdið til hádegisverðar í Hlein á laugardag 19. apríl n.k. kl. 12.00. Mætum og borðum saman grjónagraut og brauð, ræðum málin og eigum saman góða stund.Allir hjartanlega velkomnir
Lesa meira
08.04.2008
Minnum á Aðalfundinn á morgun miðvikudag 9. apríl kl. 20.00 í Brekku. Fjölmennum á fundinn og tökum höndum saman og byggjum upp ferðaþjónustu í Hrísey. Það geta allir sem áhuga hafa, gengið í Markaðsráðið.Tekið úr lögum félagsins:Aðild að samtökunum3. gr.Aðild að MRH geta átt öll fyrirtæki, félagasamtök,stofnanir og einyrkjar sem stunda atvinnurekstur í Hrísey. Áhugamenn um tilgang félagsins geta gerst aðildarfélagar.Stjórn MRH
Lesa meira
05.04.2008
Hörður Torfason var með tónleika í Sæborg í kvöld og þangað mættu 16 manns. Þessir tónleikar voru alveg stórkostlegir og leiðinlegt að sjá hvað fáir mættu til þess að hlýða á þennan góða listamann. Hörður bregður sér í alls konar hlutverk á meðan hann flytur dagskrána sína. Hörður er á ferð um Norðurland með Kertaljósatónleika sín og inn á heimasíðu Harðar má sjá þessa umsögn um tónleikana í kvöld: "Til gamans má geta þess, mér til mikillar undrunar, þegar farið var að ræða málið þá hef ég ekki haldið tónleika í Hrísey í 16 ár! Tíminn er svo sannarlega fljótur að líða. Svo mál er komið að birtast í Hrísey og kveðja gamla samkomuhúsið Sæborg með virktum og söknuði því þar hef ég haldið marga tónleika og jafnvel sviðsett leikrit svo ég á margar góðar minningar þaðan. Mér skilst á öllu að húsið eigi að fá nýtt hlutverk í eyjunni og vera lagt niður sem samkomuhús. "Þessi texti er tekinn beint af síðu Harðar og vona ég að hann fyrirgefi það.
Lesa meira
03.04.2008
Í kvöld fimmtudagskvöldið 3. apríl komu saman í Hlein níu manns sem allir eiga það sameiginlegt að vilja halda Hríseyjarhátíð. Það var ákveðið á fundinum að næsta skref væri að reyna að afla fjár til að halda hátíðina og finna út í hvaða formi við viljum halda Þessa elleftu hátíð okkar. Svo verðum við bara að vona að eyjaskeggjar taki vel í að standa vaktir hátíðarhelgina, því þetta veltur jú allt á samvinnu.Undirbúningshópurinn.
Lesa meira