04.10.2008
Haustfagnaður Hríseyingafélagsins Verður haldinn í Húnabúð Skeifunni 11 laugardaginn 4. október n.k. matur, ball og skemmtiatriði. Miðapantanir í síma 5666610 og 8643599 (Valgerður Magg). Miðaverð 4000 kr. Mætum sem flest og skemmtum okkur eins og Hríseyingun einum er lagið....
Lesa meira
13.09.2008
Hér koma fréttir af fiskiljósunum hennar Fanneyjar Antonsdóttur en þau eru nú til sýnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kíkið endilega á þessar tvær síður hér fyrir neðan. Það er gaman að fyrlgjast með því sem hún er að gera. http://www.airport.is/top/um_flugstodina/list_og_honnun/http://www.trendhunter.com/trends/enlightened-fish-dried-cod-as-lamps
Lesa meira
12.09.2008
Þá eru komnar inn myndir frá laugardeginum 6. september. Við viljum þakka Díönu Björgu og Bróa fyrir að taka myndirnar. Við viljum benda á póstlistann okkar, en hægt er að skrá sig á hann hér á síðunni til hægri, þá fáið þið sendar fréttir frá Hrísey. Svo er alveg frábær síða á Facebook "Ég er Hríseyingur" allir að skrá sig þar. Skoða Myndir
Lesa meira
07.09.2008
Dagurinn í gær var hreint ótrúlegur, veðrið stórkostlegt og þátttakan framar björtustu vonum. Um fimmtíu manns nýttu sér að fara frítt í sund, börnin nutu sín í leikjum undir stjórn Ingibjargar kennara og vöfflurnar hreinlega flugu út. Síðan var uppboð og ýmislegt boðið upp s.s. tertur, málverk og fiskur. Eftir uppboðið var boðið upp á skemmtidagskrá þar sem fram komu Hrannar Björn í skemmtilegum gervum, Aðalsteinn Bergdal, Gréta Kristín, Unnar og Olli (BS), síðan spiluðu Guðjón og Birgir Sigurjóns undir borðum á meðan grillað var og brugðu þau feðgin Gréta Kristín og Ómar sér upp á svið og tóku lagið með þeim snillingum. Boðið var upp á grillmat og bjór gegn vægu gjaldi. Keyptur var matur fyrir hundrað manns og ekki var arða eftir þegar biðröðin kláraðist. Eftir matinn héldu þeir félagar Kiddi Árna og Hrannar áfram með uppboðið og var meðal annars boðin upp gamall bíll og enn fleiri málverk einnig gosið sem ekki kláraðist á matnum. Um kvöldið steig síðan Andrea Kristinsdóttir á svið og tók lagið og síðan spiluðu stuðboltarnir í Stormsveitinni fram á rauða nótt.Það er ánægjulegt að eftir svona dag finnur maður hvað það er gott að búa í Hrísey, við stöndum saman sem einn þegar eitthvað bjátar á og nálægðin sem margir ekki þekkja til finnst óþægileg, verður til þess að maður fyllist öryggi. Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessum degi með okkur alveg hjartanlega fyrir að taka þessu svona vel, án ykkar hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt. Einnig eru bestu þakkir til Kristins Árnasonar kynnis, Agnesar í Bruggsmiðjunni, Eyjabúðarinnar, Brekku, Ektafisks, Vífilfells og þeim fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum sem gerðu daginn af því sem hann varð. Síðustu tölur eru að rétt um milljón safnaðist og verða vonandi komnar endanlegar tölur inn á síðuna á morgun en eftir er að gera upp smávegis útlagðan kostnað. Von er á fullt af myndum inn á síðuna líka.
Lesa meira
06.09.2008
Laugardaginn 6. september standa eftirtalin félög í Hrísey fyrir fjáröflunardagskrá til styrktar Ólafi Helga, Birnu Maríu og börnum.Dagskráin:Frítt í sund frá kl. 13:00-15:00Leikir og sprell á Hátíðarsvæði kl. 15:00, fyrir alla.Vöfflur, kaffi og kakó kl. 15:30Skemmtidagskrá á sviði frá kl. 16:00:Hrannar BjörnAndrea KristinsdóttirUnnar og Olli (hinir einu og sönnu)Gréta Kristín ÓmarsdóttirAðalsteinn Bergdalstíga á stokk.Grillað verður á svæðinu kl. 18:00Dagskrá lýkur með dansleik Stormsveitarinnar fyrir alla fjölskylduna.Hvert félag leggur fram vissa upphæð til fjáröflunarinnar, seldar verða veitingar og mun ágóði þeirra renna beint í söfnunina. Einnig verður tekið við frjálsum framlögum.Fjölskylduhátíðin í Hrísey, Krafla, Kvenfélagið, Lionsklúbburinn, MRH og Narfi.
Lesa meira
06.09.2008
Laugardaginn 6. september standa eftirtalin félög í Hrísey fyrir skemmtidegi til styrktar Ólafi Helga og fjölskyldu. Í boði verður söngur, leikir, grín og glens, leikhús og tónleikar. Sameiginlegt grill þar sem lagt verður til meðlæti en fólk kemur sjálf með á grillið.Nánari dagskrá auglýst síðarKrafla, Kvenfélagið, MRH, Narfi og Slysavarnarfélagið.
Lesa meira
25.08.2008
Það eru fleiri en handboltalandsliðið sem eru að gera það gott í boltanum. Lið Narfa lenti í öðru sæti í utandeildinni sem leikinn hefur verið í Boganum í sumar. Leikið var í tveimur riðlum og komust þeir alla leið í úrslitaleikinn um gullið en töpuðu þeim leik 3-1Mjög góður árangur hjá strákunum.Strákarnir landa fyrsta sætinu næst eftir að þeir verða búnir að æfa í nýja salnum í vetur.Myndina tók Ragnar VíðissonÁfram Narfi.
Lesa meira
06.09.2008
Nú skemmtun við okkur saman.Laugardaginn 6. september verða allir að taka frá. Þá ætla félögin í Hrísey að standa fyrir skemmtilegum degi. Boðið verður upp á ýmsa skemmtun s.s tónlist, leiki, leiklist og fl. Kveikt verður upp í grillum og vonandi koma sem flestir og grilla saman. Dagskráin mun standa fram á kvöld. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
29.07.2008
Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta25.7.2008 Fiskistofa auglýsir eftir umsókum um byggðakvóta fyrir byggðalögin Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Húnaþing vestra, Stykkishólmsbæ og Grundafjarðarbæ. Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst og umsóknum skal skila til Fiskistofa á sérstöku eyðublaði sem er að finna hér.Auglýsingin er samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 24. júní 2008, auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 731/2008 í Stjórnartíðindum.Sjá nánar á http://www.fiskistofa.is/
Lesa meira
29.07.2008
Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta25.7.2008 Fiskistofa auglýsir eftir umsókum um byggðakvóta fyrir byggðalögin Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Húnaþing vestra, Stykkishólmsbæ og Grundafjarðarbæ. Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst og umsóknum skal skila til Fiskistofa á sérstöku eyðublaði sem er að finna hér.Auglýsingin er samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 24. júní 2008, auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 731/2008 í Stjórnartíðindum.Sjá nánar á http://www.fiskistofa.is/
Lesa meira