17.12.2007
Föstudaginn 14. desember buðu Eyfarsmenn á Litlu-jól. Þau voru haldin í kaffistofu Sæfangs og þangað komu um 120 manns sem gæddu sér á hangikjöti ásamt tilheyrandi meðlæti. Fáir hafa því þurft að elda kvöldmat það kvöldið. Einnig komu jólasveinar í heimsókn og gáfu börnunum nammi í poka. Ragnar Víkingssson spilaði á nikkuna og var heilmikil jólastemming í mannskapnum.Myndir hér
Lesa meira
10.12.2007
Það er nóg um að vera í henni Hrísey núna. Í síðustu viku komu tveir nýjir bátar til eyjarinnar. Annars vegar nýr Siggi Gísla og hins vegar fékk Norðurskel annan bát.Um helgina var svo kveit á leiðalýsingunni í kirkjugarðinum og svo var opið í Galleríinu á sunnudaginn. Myndir hér
Lesa meira
03.12.2007
Á laugardaginn var kveikt á jólatrénu á Hátíðarsvæði kl. 18.00. Þangað mættu 45 manns og þegar búið var að kveikja ljósin var dansað í kring um tréð og sungnir nokkrir jólasöngvar. Að því loknu fóru allir og fengu sér heitt súkkulaði og smákökur í Eyjabúðinni í boði Markaðsráðs Hríseyjar. Að sjálfsögðu mættu jólasveinar á svæðið. Myndir frá þessum viðburði eru væntanlegar.Sunnudaginn 2. desember var jólaföndur í skólanum og var vel mætt og mikið föndrað. Nemendaráðið seldi að venju heitt súkkulaði, smákökur og vöfflur.Á sunnudagskvöldið var svo aðventukvöld í kirkjunni kl. 19.30. Þar voru nemendur í skólanum með helgileik, börnin í leikskólanum sungu tvö lög og kirkjukórinn söng falleg jólalög. Ágætis mæting var í kirkjunni og ekki hægt að segja annað en jólastemmingin hafi gert vart við sig.Á þessari upptalningu sést að engum ætti að leiðast í Hrísey þessa dagana. Um næstu helgi er svo kveikt á leiðalýsingunni á laugardaginn og opið í Galleríinu á sunnudaginn.
Lesa meira
29.11.2007
Á mánudagskvöldið 26. nóvember lauk þriggja kvölda spilavist Kvenfélagsins. En spilað var þrjá mánudaga. Góð þátttaka var á spilavistinni og spilað var á fjórum borðum. Vinningarnir voru ekki af verri endanum, reykt kjöt í jólamatinn og Mackintosh með kaffinu. Að venju voru það systurnar Hanna Eyrún og Matthildur Antonsdætur sem höfðu umsjón með spilavistinni.
Lesa meira
26.11.2007
Í gær var opinn jólamarkaður í Perlunni og boðið var upp á kaffi, djús og piparkökur. Ýmis gjafavara er til sölu, bæði jólavörur, prjónavara og alls konar handverk sem er tilvalið í jólapakkana. Ágætis mæting var þrátt fyrir frosthörkur.Opið verður aftur sunnudaginn 9. desember kl.14-17 og boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur.
Lesa meira
23.11.2007
Sæfari fór frá Hrísey í vikunni fullur af brotajárni sem hefur verið til ósóma í Hrísey. Það hlýtur því að vera fallegra um að litast á ýmsum stöðum. Gleðifréttir.Snjótroðari er kominn til eyjarinnar og munum við vonandi fá tækifæri til að nota hann eitthvað í vetur. Það verður glæsilegt að þeysa um eyjuna á gönguskíðunum í troðnum slóðum. Er þetta ekki eitthvað sem hægt er að markaðssetja ??Það var hann Gísli Einarsson sem sendi okkur þessar skemmtilegu myndir og þökkum við honum kærlega fyrir það.Endilega sendið okkur fréttir og myndir.Svo minnum við á Jólamarkaðinn í Gallerí Perlu á sunnudaginn, opið verður frá kl. 14-17 og boðið er upp á kaffi og piparkökur. Nýjar myndir hér.
Lesa meira
23.11.2007
Björgunarsveitin Jörundur er búin að fá afhentan nýja bátinn og nú er að fara af stað vinna við að setja mótorinn á og gera bátinn útkallskláran. Við viljum minna á að aðeins vantar upp á fjármögnun og eru öll framlög vel þegin. Reikningsnúmer Jörundar er 1177-05-12154 kt. 581088-2569.Til hamingju með þetta Hríseyingar.
Lesa meira
22.11.2007
Rúmlega fimmtíu manns mættu á íbúaþing í Hlein í gær. Kristinn Árnason formaður Hverfisráðs byrjaði fundinn, síðan kom bæjarstórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir og ávarpaði fundinn.
Lesa meira
21.11.2007
Íbúaþing verður haldið miðvikudaginn 21. nóvember 2007 í Hlein. Á fundinn koma bæjarstjóri Akureyrar, fulltrúar frá umhverfisnefnd og bæjarstjórn.Dagskrá:1. Ávarp bæjarstjóra2. Staðardagskrá 21 (umferðarmál)3. Atvinnumál, almenn umræða4. Kosning í Hverfisráð Þeir sem gefa kost á sér til setu í Hverfisráði tilkynni sig á skrifstofuna fyrir hádegi á miðvikudag Hverfisráð Hríseyjar
Lesa meira
15.11.2007
Markaðsráðið gaf í dag út Karrann sem er fréttablað fyrir Hríseyinga. En Karrinn kom út í Hrísey á árum áður og síðasta blað hans kom út vorið 2004. Það var ákveðið að í blaðinu yrðu bara jákvæðar fréttir og einnig er þar viðburðadagatal fyrir nóvember og desember. Hægt er að lesa Karrann hér.
Lesa meira