Fréttir

Mikið um að vera í Hrísey

Mánudaginn 4. febrúar var Bolludagur og af því tilefni var bollukaffi í skólanum á sunnudaginn. Það voru að venju Foreldrafélag Grunnskólans og nemendaráð sem sáu um það. Ágætis mæting var í kaffið.
Lesa meira

Hún á afmæli í dag......

Í dag 28. janúar er heimasíðan okkar búin að vera í loftinu í nákvæmlega eitt ár. Ótrúlegt en satt, það er ár síðan Markaðsráðið bauð í kaffi í Hlein í tilefni opnunar hrísey.net. Það eru 19.706 gestir búnir að heimsækja síðuna og erum við mjög ánægð með það.Gaman væri nú að fá ábendingar frá ykkur sem skoðið síðuna. Sendið okkur endilega tölvupóst eða hafið samband við okkur í stjórninni.Hvað finnst ykkur að mætti betur fara og hvernig finnst ykkur síðan ?Við munum halda áfram að setja inn á síðuna og núna er verið að þýða ferðaþjónustu kaflann á ensku og hann mun einnig verða þýddur á þýsku. Fullt af gömlum myndum eiga eftir að koma inn sem verið er að lagfæra. Vonandi verðum við með pistla og annað aðsent efni frá ykkur. Svo munu húsin í Hrísey halda áfram að birtast hægt og rólega. Verið er að yfirfara Staðardagskrá 21 fyrir Hrísey og mun hún verða aðgengileg hér á síðunni.Kveðja frá stjórn MRH   
Lesa meira

ÞORRABLÓT 2008

Þorrablót 2008Laugardaginn 9. febr. kl. 20:00  verður haldið síðasta þorrablótið í Sæborg.Húsið opnar kl. 19:30Upplyfting leikur fyrir dansi  Miðaverð                    matur              4.000  15 ára og eldri                    ball                 2.000  16 ára og eldrimatur og ball    5.000    Miðapantanirhjá Báru í síma 466-1789 á milli kl. 17:00  og 20:00 Búsettir Hríseyingar pantið ykkur miða fyrir 25. janúar til að tryggja ykkur sæti.Almenn miðasala verður eftir það til 1. febrúarMiðapantanir á að sækja laugardaginn 2. febrúar milli kl. 14:00 og 16:00Sjáumst hressNefndin   
Lesa meira

Einangrunarstöð gæludýra

Nú eru fyrstu dýrin að koma í hina nýju einangrunarstöð gæludýra hér í eynni. Fyrirtækið þeirra heitir Hvatastaðir ehf og eru þau búin að opna glæsilega heimasíðu http://hvatastadir.is/forsida/ endilega kíkið á hana. Til hamingju með þetta Kiddi og Bára.  
Lesa meira

Fermingamynd frá 1946

Okkur var að berast þessi glæsilega mynd, sem tekin var af fermingarbörnum ársins 1946. Það er hann Arnar  í Toppfilm kvikmyndagerð sem hefur lagað hana til en myndin er í eigu Steina rjúpu. Arnar og féagar í Toppfilm óska öllum gleðilegs árs. Prestur er séra Stefán SnævarrGunnar SigurðssonMagnús ÞorleifssonMatthías FrímannssonÁgust OddssonÁrni NorðfjörðÖrn SigurðssonKristín Sigurjóna ÞorsteinsdóttirSara StefánsdóttirValdís ÞorsteinsdóttirErna Ólsen  
Lesa meira

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir ánægjulegt ár og vonum að nýja árið verði jafn skemmtilegt.JólakveðjaStjórn Markaðsráðs Hríseyjar  
Lesa meira

Flugeldamarkaður

Björgunarsveitarinnar Jörundar í Hrísey, verður í húsnæði björgunarsveitarinnar að Ægisgötu 13 í Hrísey (við smábátahöfnina). Föstudaginn 28 des. kl. 15.00-17.00 Laugardaginn 29 des. kl. 14.00-18.00 Sunnudaginn 30 des. kl. 14.00-18.00 Mánudaginn 31 des. kl. 10.30-16.00 Mikið úrval af litlum og stórum tertum,fjölskyldupökkum,litlum og stórum flugeldum og gosumKomið og skoðið vöruúrvaliðverslið í heimabyggðATH. tökum greiðslukort, erum með posaÞað er bannað að selja yngri en 16 ára vöru með kveikiþráð Björgunarsveitin Jörundur 
Lesa meira

Úrslit í jólaljósasamkeppni

Tilkynnt hefur verið um úrslit í jólaljósasamkeppninni í Hrísey og eru þau sem hér segir:1. sæti. Hermann Erlingsson og Díana Björg Sveinbjörnsdóttir Sólvallagötu 6.Breyting hefur verið gerð á samkeppninni og eru einungis veitt ein verðlaun. 
Lesa meira

Jólaljósa samkeppni

Úrslit í samkeppninni verða tilkynnt í búðinni 22. desember kl. 17.00.Vegleg verðlaun í boði. 
Lesa meira

Áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars um jól og áramót

Áætlun Sævars um jól og áramót er sem hér segir: Á aðfangadag og gamlársdag er farið frá Hrísey kl. 9-11-13 og 15 og frá Árskógssandi hálftíma síðar. Á jóladag og nýársdag er farið frá Hrísey kl. 11-13-17-21 og frá Árskógssandi hálftíma síðar.  26.desember, annan í jólum, er áætlun eins og á sunnudögum. 27.-30. desember gildir almenna áætlun.  
Lesa meira