Fréttir

Vígsla Íþróttamiðstöðvar og fleiri fréttir úr Hrísey

Um helgina var heilmikið um að vera í eynni. Á laugardaginn var Kvennahlaupið og voru það 28 konur sem gengu af stað frá Eyjabúðinni í Hrísey kl. 14:00. Á sunnudaginn var svo komið að því sem við höfum öll beðið eftir í svo mörg ár. Nýtt íþróttahús var formlega tekið í notkun og endurbætt sundlaug prufukeyrð. Að vísu verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en um næstu helgi, en börnin fengu að prófa aðeins. Um 400 manns voru viðstaddir vígsluna, en þar voru flutt ávörp, lesin ljóð, sungið og margt fleira gert til skemmtunar.   
Lesa meira

Lokað vegna sumarleyfis

Skrifstofa Akureyrarbæjar í Hlein verður lokuð frá 9. - 23. júní.    Á meðan verða ferjukort (fríkort) afgreidd í Sparisjóðum  
Lesa meira

Kvennahlaupið í Hrísey

Í dag laugardag 7. júní fer Kvennahlaupið fram, farið verður frá Eyjabúðinni kl. 14:00. Konur látum nú sjá okkur og tökum þátt í þessum árlega viðburði ásamt 16.000 öðrum konum.Skipuleggjendurnir 
Lesa meira

Vígsluhátíð

Akureyrarbær býður öllum til formlegrar vígslu Íþróttamiðstöðvar í Hrísey sunnudaginn 8. júní kl. 16:00 , hátíðarhöld allan daginn.Frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri.Frítt í ferjuna allan daginn.Hákarlasafnið og Holt opin.Gallerí Perla og gallerí Sigurðar Högnasonar opin.Vagnferð með leiðsögn um eyjuna.Hríseyingar fjölmennum og gerum okkur glaðan dag í tilefni þessa merka viðburðar.  
Lesa meira

Bátar og skip.

Ýmislegt að gerast í bátamálum, byrjum á þvi að nýr Sæfari kom í sína fyrstu ferð til Hríseyjar þann 10 apríl 2008, en það er gaman að geta þess að 14. apríl voru 18 ár síðan eldri Sæfari kom fyrst til landsins fyrir tilstuðlan Hríseyinga.
Lesa meira

"Sjómannadagurinn" í Hrísey

Í dag laugardag 31. maí var farið í siglingu kl. 10:00 og messað var kl. 11:15. Kaffisala í Sæborg var svo kl. 15:00 og svo var yngri kynslóðinni boðið í siglingu með nýja björgunarbátnum. Dansleikur verður í Sæborg í kvöld kl. 23:00 og er það Danshljómsveit Friðjóns sem leikur fyrir dansi. Miðaverð er kr. 2.500. Vegna veðurs féll niður skemmtildagskrá á hátíðarsvæði en mun hún verða á Sjómannadaginn á morgun kl. 13:30. 
Lesa meira

Fjölskylduhátíðarfundur

Fundur vegna fjölskylduhátíðar verður mánudag 2 júní í Hlein kl 20:00Undirbúningsfólkið  
Lesa meira

Fundur vegna Fjölskylduhátíðar

 Fundur vegna fjölskylduhátíðar miðvikudag 28. maí kl. 20.30 í Hlein.Undirbúningshópur.  
Lesa meira

Nýtt fyrirtæki í Hrísey

Þann 1.mai hófst rekstur á nýju fyrirtæki í Hrísey, Eymar ehf. Það er  með starfsemi í frystihúsinu, starfsmenn eru 15. Markmiðið að vinna þorsk og ýsu ásamt því að þurrka hausa og bein. Framkvæmdastjóri er Gunnar Páll Hálfdánsson og verksjóri Ingimar Ragnarsson. 
Lesa meira

HREINSUNARDAGUR

Árlegur hreinsunardagur verður mánudaginn 26. maí kl. 16:00Safnast verður saman við Hlein og haldið þaðan í hreinsunarleiðangur um þorpið og nærliggjandi svæði.Að hreinsun lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur í HleinHríseyingar!!Mætum öll og hreinsum eyjuna okkar Hverfisráð    
Lesa meira