31.05.2008
Ýmislegt að gerast í bátamálum, byrjum á þvi að nýr Sæfari kom í sína fyrstu ferð til Hríseyjar þann 10 apríl 2008, en það er gaman að geta þess að 14. apríl voru 18 ár síðan eldri Sæfari kom fyrst til landsins fyrir tilstuðlan Hríseyinga.
Lesa meira
31.05.2008
Í dag laugardag 31. maí var farið í siglingu kl. 10:00 og messað var kl. 11:15. Kaffisala í Sæborg var svo kl. 15:00 og svo var yngri kynslóðinni boðið í siglingu með nýja björgunarbátnum. Dansleikur verður í Sæborg í kvöld kl. 23:00 og er það Danshljómsveit Friðjóns sem leikur fyrir dansi. Miðaverð er kr. 2.500. Vegna veðurs féll niður skemmtildagskrá á hátíðarsvæði en mun hún verða á Sjómannadaginn á morgun kl. 13:30.
Lesa meira
31.05.2008
Fundur vegna fjölskylduhátíðar verður mánudag 2 júní í Hlein kl 20:00Undirbúningsfólkið
Lesa meira
20.05.2008
Fundur vegna fjölskylduhátíðar miðvikudag 28. maí kl. 20.30 í Hlein.Undirbúningshópur.
Lesa meira
20.05.2008
Þann 1.mai hófst rekstur á nýju fyrirtæki í Hrísey, Eymar ehf. Það er með starfsemi í frystihúsinu, starfsmenn eru 15. Markmiðið að vinna þorsk og ýsu ásamt því að þurrka hausa og bein. Framkvæmdastjóri er Gunnar Páll Hálfdánsson og verksjóri Ingimar Ragnarsson.
Lesa meira
19.05.2008
Árlegur hreinsunardagur verður mánudaginn 26. maí kl. 16:00Safnast verður saman við Hlein og haldið þaðan í hreinsunarleiðangur um þorpið og nærliggjandi svæði.Að hreinsun lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur í HleinHríseyingar!!Mætum öll og hreinsum eyjuna okkar Hverfisráð
Lesa meira
26.05.2008
Árlegur hreinsunardagur verður mánudaginn 26. maí kl. 16:00Safnast verður saman við Hlein og haldið þaðan í hreinsunarleiðangur um þorpið og nærliggjandi svæði.Að hreinsun lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur í HleinHríseyingar!!Mætum öll og hreinsum eyjuna okkar Hverfisráð
Lesa meira
24.05.2008
Laugardaginn 24. maí n.k. verður boðið til hins mánaðarlega hádegisverðar í Hlein kl. 12.00. Ætlunin er að hafa á boðstólnum grjónagraut og ýmislegt meðlæti. Ef þið hafið áhuga á því að leggja eitthvað til hádegismatarins hvort sem það er matur, saga, söngur eða vísukorn eða bara eitthvað annað þá er það bara gaman. Allir hjartanlega velkomnir.Stjórn Markaðsráðs Hríseyjar
Lesa meira
01.05.2008
Inn á síðuna er kominn annállinn frá Þorrablóti okkar Hríseyinga. Hægt er að finna hann undir greinar eða bara að smella á linkinn hér fyrir neðan. Njótið vel.Lesið hér
Lesa meira
29.04.2008
Föstudagskvöldið 25. apríl var konukvöld í Brekku. Um fimmtíu konur mættu, en þetta er í annað sinn sem boðið er upp á svona konukvöld. Boðið var upp á mat og skemmtun. Ari Már eldaði kjuklingabringur á Tagliatellebeði með pestósósu og í eftirrétt bakaði Gunna dýrindis marengstertu. Addi Sím og Solla komu frá Dalvík og framkölluðu frábær skemmtiatriði og svo var tónlist fram á rauða nótt við undirspil Ómars Hlyns. Skoðið myndirnar
Lesa meira