28.07.2008
Frá 19. júní - 19. júlí í sumar stóð yfir sundkeppni í Hrísey. Það var Björn Eiríksson sem átti heiðurinn af þessari keppni. Markmiðið var að synda 200 metra tuttugu sinnum á þrjátíu og einum degi og nöfn þeirra sem kláruðu að synda fóru í pott. Sunnudaginn 20. júlí var svo dregið úr pottinum og fengu allir verðlaun. Þetta voru glæsileg verðlaun, sem dæmi má nefna reiðhjól, prentarar, bílaleigubíll í eina helgi, matur á Brekku, sundkort, úttekt úr Múrbúðinni, gisting í Reykjavík yfir helgi og margt margt fleira. Ýmis fyrirtæki gáfu verðlaunin og voru fyrirtæki úr eynni áberandi í þeim hópi. Rúmlega þrjátíu manns kláruðu keppnina og sést það að Hríseyingar hafi haft mikla þörf fyrir að synda eftir að sunlaugin var opnuð aftur eftir endurbætur. Við vonum að fólk verði áfram duglegt að nota þessa frábæru aðstöðu og að við getum komið upp hópi af efnilegu sundfólki eins og á árum áður. Björn í Hafnarvík á heiður skilið fyrir þetta frábæra framtak og vonandi fáum við að njóta íþróttakrafta hans áfram um ókomna tíð.Myndir frá afhendingunni.
Lesa meira
28.07.2008
Hátíðanefndin vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í hátíðinni þó sérstaklega við undirbúning og framkvæmd. Einnig vill nefndin þeim mörgu stuðningsaðilum sem komu að hátíðinni bæði með fjárstuðning og styrki við framkvæmd einstakra atriða. Við vonum að sem flestir komi á fyrirhugaða hátið að ári.
Lesa meira
21.07.2008
Þá er helgin liðin og Fjölskyldu- og Skeljahátíðin búin. Allt fór vel fram og vonandi allir ánægðir með helgina. Um 850 manns komu með ferjunni föstudag, laugardag og sunnudag. Á föstudagskvöldið var óvissuferð fyrir börn, tónleikar með Ljótu hálfvitunum, diskó á hátíðarsvæði fyrir börn og loks óvissuferð fyrir fullorðna fólkið. Á laugardeginum var svo dagskrá frá kl. 10:00 um morguninn og fram undir miðnætti. Flugeldasýningin var einkar glæsileg í ár. Sunnudagurinn var svo rólegur en þá var opið í leiktækjunum, sundlauginni, Holti og Hákarlasafninu. Hér eru myndir frá helginni.
Lesa meira
18.07.2008
Hátíðardagskrá Föstudagurinn 18.júlí Sundlaugin opnar kl. 8:30-11:30 og 13:00-18:3013.00 Leiktæki opna og eru opin til kl. 22.00 14.00 Kajakæfingar við hús Björgunarsveitarinnar til kl.18.0015.00 Kassaklifursæfingar til kl. 18.0 18.00 Óvissuferð barna 18.30 Kveikt upp í grillum 20.00 Ljótu hálfvitarnir - tónleikar í Íþróttamiðstöðinni. Aðgangseyrir 2.500 kr. Frítt fyrir börn að 12 ára aldri 22.00 Unglingadiskó á hátíðarsvæði - Óvissuferð (fyrir 18 ára og eldri) Veitingahúsin Brekka og Fossinn opin fram á nótt.Jazzbandið spilar á Fossinum.
Lesa meira
13.07.2008
Náttúruparadísin Hrísey. Sunnudaginn 13. júlí verður farin vitaferð með leiðsögn, ekið verður á dráttarvél með heyvagni. Skemmtileg upplifun á fallegum og friðsælum stað. Vitaferð kr. 2.000,- pr. mann.Pantanir í síma 695-0077 eða mrh@hrisey.netMarkaðsráð Hríseyjar
Lesa meira
08.07.2008
Á síðasta grautardegi komu yfir fimmtíu manns í Hlein og gæddu sér á grjónagraut, slátri (meira að segja súru líka), heimabökuðu brauði og meðlæti. Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á graut og ef svona heldur áfram þarf að stækka húsnæðið. En við segjum bara þröngt mega sáttir sitja og höldum áfram að bjóða upp á grautinn og næst er það 26. júlí. Við fengum nokkrar myndir frá Teddu og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.Skoðið myndirnar HÉR
Lesa meira
05.07.2008
Laugardaginn 5. júlí n.k. verður boðið upp á siglingu með Guðrúnu EA til móts við miðnætursólina.Farið frá Hrísey kl. 23:30 og siglt á Árskógssand, þaðan verður farið á miðnætti og siglt á móti sól.Léttar veitingar í boði. Takmarkaður fjöldi.Áætlaður siglingatími ca. tveir tímar. Verð kr. 3.500 pr. mannNánari upplýsingar og bókanir í síma 894-0339 (Ingimar)Sjá meira um ferðirnar
Lesa meira
30.06.2008
Hin árlega og sívinsæla Fjölskyldu- og skeljahátíð í Hrísey verður haldin dagana 18. - 20. júlí n.k. Þetta er hátíðin sem allir eru að bíða eftir.Dagskráin auglýst síðar.Hátíðarforkólfar
Lesa meira
28.06.2008
Hríseyingar og allir hinirÞá er kominn tími á grautLaugardaginn 28. júní er flautað til hádegisverðar í Hlein, allt með sama sniði og ef þið hafið eitthvað í pokahorninu sem þið viljið leyfa okkur að njóta með ykkur þá endilega verið ófeimin.Sjáumst í Hlein í hádeginu á laugardag.Stjórn MRH
Lesa meira
09.06.2008
Um helgina var heilmikið um að vera í eynni. Á laugardaginn var Kvennahlaupið og voru það 28 konur sem gengu af stað frá Eyjabúðinni í Hrísey kl. 14:00. Á sunnudaginn var svo komið að því sem við höfum öll beðið eftir í svo mörg ár. Nýtt íþróttahús var formlega tekið í notkun og endurbætt sundlaug prufukeyrð. Að vísu verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en um næstu helgi, en börnin fengu að prófa aðeins. Um 400 manns voru viðstaddir vígsluna, en þar voru flutt ávörp, lesin ljóð, sungið og margt fleira gert til skemmtunar.
Lesa meira