Vel heppnaður hádegisverður

Í gær laugardag 19. apríl mættu um þrjátíu manns í hádegisverð sem var í boði Markaðsráðs Hríseyjar. Boðið var upp á grjónagraut (mjólkurgraut), slátur og smurt brauð. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi hádegisverður var, en til stendur að bjóða upp á hann einu sinni í mánuði. Allir eru velkomnir og er fólki alveg frjálst að leggja eitthvað til með sér ef það vill koma á framfæri einhverju, hvort sem það er matarkyns eða bara vísukorn, saga eða eitthvað skemmtilegt. Þarna getur skapast skemmtilegur vettvangur fyrir umræður og skoðanaskipti. Markaðsráðið mun svo vera með einhverja kynningu á starfsemi sinni og hvað framundan er hjá því.Verði ykkur að góðu. Stjórnin