Fréttir

Einangrunarstöð gæludýra

Nú eru fyrstu dýrin að koma í hina nýju einangrunarstöð gæludýra hér í eynni. Fyrirtækið þeirra heitir Hvatastaðir ehf og eru þau búin að opna glæsilega heimasíðu http://hvatastadir.is/forsida/ endilega kíkið á hana. Til hamingju með þetta Kiddi og Bára.  
Lesa meira

Fermingamynd frá 1946

Okkur var að berast þessi glæsilega mynd, sem tekin var af fermingarbörnum ársins 1946. Það er hann Arnar  í Toppfilm kvikmyndagerð sem hefur lagað hana til en myndin er í eigu Steina rjúpu. Arnar og féagar í Toppfilm óska öllum gleðilegs árs. Prestur er séra Stefán SnævarrGunnar SigurðssonMagnús ÞorleifssonMatthías FrímannssonÁgust OddssonÁrni NorðfjörðÖrn SigurðssonKristín Sigurjóna ÞorsteinsdóttirSara StefánsdóttirValdís ÞorsteinsdóttirErna Ólsen  
Lesa meira

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir ánægjulegt ár og vonum að nýja árið verði jafn skemmtilegt.JólakveðjaStjórn Markaðsráðs Hríseyjar  
Lesa meira

Flugeldamarkaður

Björgunarsveitarinnar Jörundar í Hrísey, verður í húsnæði björgunarsveitarinnar að Ægisgötu 13 í Hrísey (við smábátahöfnina). Föstudaginn 28 des. kl. 15.00-17.00 Laugardaginn 29 des. kl. 14.00-18.00 Sunnudaginn 30 des. kl. 14.00-18.00 Mánudaginn 31 des. kl. 10.30-16.00 Mikið úrval af litlum og stórum tertum,fjölskyldupökkum,litlum og stórum flugeldum og gosumKomið og skoðið vöruúrvaliðverslið í heimabyggðATH. tökum greiðslukort, erum með posaÞað er bannað að selja yngri en 16 ára vöru með kveikiþráð Björgunarsveitin Jörundur 
Lesa meira

Úrslit í jólaljósasamkeppni

Tilkynnt hefur verið um úrslit í jólaljósasamkeppninni í Hrísey og eru þau sem hér segir:1. sæti. Hermann Erlingsson og Díana Björg Sveinbjörnsdóttir Sólvallagötu 6.Breyting hefur verið gerð á samkeppninni og eru einungis veitt ein verðlaun. 
Lesa meira

Jólaljósa samkeppni

Úrslit í samkeppninni verða tilkynnt í búðinni 22. desember kl. 17.00.Vegleg verðlaun í boði. 
Lesa meira

Áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars um jól og áramót

Áætlun Sævars um jól og áramót er sem hér segir: Á aðfangadag og gamlársdag er farið frá Hrísey kl. 9-11-13 og 15 og frá Árskógssandi hálftíma síðar. Á jóladag og nýársdag er farið frá Hrísey kl. 11-13-17-21 og frá Árskógssandi hálftíma síðar.  26.desember, annan í jólum, er áætlun eins og á sunnudögum. 27.-30. desember gildir almenna áætlun.  
Lesa meira

Áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars um jól og áramót

Áætlun Sævars um jól og áramót er sem hér segir: Á aðfangadag og gamlársdag er farið frá Hrísey kl. 9-11-13 og 15 og frá Árskógssandi hálftíma síðar. Á jóladag og nýársdag er farið frá Hrísey kl. 11-13-17-21 og frá Árskógssandi hálftíma síðar.  26.desember, annan í jólum, er áætlun eins og á sunnudögum. 27.-30. desember gildir almenna áætlun.
Lesa meira

Jólatrésskemmtun

Jólatrésskemmtun verður haldin á annan dag jóla í Sæborg og hefst kl. 15.00. Skyldu jólasveinarnir láta sjá sig ?Ungmennafélagið Narfi og foreldraráð grunnskólans
Lesa meira

Jólapósturinn

Jólasveinarnir verða á ferðinni á Þorláksmessu með pakka og kort. Þeir sem vilja láta bera út fyrir sig eru beðnir um að koma því í búðina milli kl. 14 og 16 sama dag.Verðskrá jólasveinanna er sem hér segir: Bréf 50 kr.Pakkar 100 kr. 
Lesa meira