08.01.2008
Nú eru fyrstu dýrin að koma í hina nýju einangrunarstöð gæludýra hér í eynni. Fyrirtækið þeirra heitir Hvatastaðir ehf og eru þau búin að opna glæsilega heimasíðu http://hvatastadir.is/forsida/ endilega kíkið á hana. Til hamingju með þetta Kiddi og Bára.
Lesa meira
08.01.2008
Okkur var að berast þessi glæsilega mynd, sem tekin var af fermingarbörnum ársins 1946. Það er hann Arnar í Toppfilm kvikmyndagerð sem hefur lagað hana til en myndin er í eigu Steina rjúpu. Arnar og féagar í Toppfilm óska öllum gleðilegs árs. Prestur er séra Stefán SnævarrGunnar SigurðssonMagnús ÞorleifssonMatthías FrímannssonÁgust OddssonÁrni NorðfjörðÖrn SigurðssonKristín Sigurjóna ÞorsteinsdóttirSara StefánsdóttirValdís ÞorsteinsdóttirErna Ólsen
Lesa meira
24.12.2007
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir ánægjulegt ár og vonum að nýja árið verði jafn skemmtilegt.JólakveðjaStjórn Markaðsráðs Hríseyjar
Lesa meira
23.12.2007
Björgunarsveitarinnar Jörundar í Hrísey, verður í húsnæði björgunarsveitarinnar að Ægisgötu 13 í Hrísey (við smábátahöfnina). Föstudaginn 28 des. kl. 15.00-17.00 Laugardaginn 29 des. kl. 14.00-18.00 Sunnudaginn 30 des. kl. 14.00-18.00 Mánudaginn 31 des. kl. 10.30-16.00 Mikið úrval af litlum og stórum tertum,fjölskyldupökkum,litlum og stórum flugeldum og gosumKomið og skoðið vöruúrvaliðverslið í heimabyggðATH. tökum greiðslukort, erum með posaÞað er bannað að selja yngri en 16 ára vöru með kveikiþráð Björgunarsveitin Jörundur
Lesa meira
23.12.2007
Tilkynnt hefur verið um úrslit í jólaljósasamkeppninni í Hrísey og eru þau sem hér segir:1. sæti. Hermann Erlingsson og Díana Björg Sveinbjörnsdóttir Sólvallagötu 6.Breyting hefur verið gerð á samkeppninni og eru einungis veitt ein verðlaun.
Lesa meira
22.12.2007
Úrslit í samkeppninni verða tilkynnt í búðinni 22. desember kl. 17.00.Vegleg verðlaun í boði.
Lesa meira
21.12.2007
Áætlun Sævars um jól og áramót er sem hér segir: Á aðfangadag og gamlársdag er farið frá Hrísey kl. 9-11-13 og 15 og frá Árskógssandi hálftíma síðar. Á jóladag og nýársdag er farið frá Hrísey kl. 11-13-17-21 og frá Árskógssandi hálftíma síðar. 26.desember, annan í jólum, er áætlun eins og á sunnudögum. 27.-30. desember gildir almenna áætlun.
Lesa meira
21.12.2007
Áætlun Sævars um jól og áramót er sem hér segir: Á aðfangadag og gamlársdag er farið frá Hrísey kl. 9-11-13 og 15 og frá Árskógssandi hálftíma síðar. Á jóladag og nýársdag er farið frá Hrísey kl. 11-13-17-21 og frá Árskógssandi hálftíma síðar. 26.desember, annan í jólum, er áætlun eins og á sunnudögum. 27.-30. desember gildir almenna áætlun.
Lesa meira
26.12.2007
Jólatrésskemmtun verður haldin á annan dag jóla í Sæborg og hefst kl. 15.00. Skyldu jólasveinarnir láta sjá sig ?Ungmennafélagið Narfi og foreldraráð grunnskólans
Lesa meira
23.12.2007
Jólasveinarnir verða á ferðinni á Þorláksmessu með pakka og kort. Þeir sem vilja láta bera út fyrir sig eru beðnir um að koma því í búðina milli kl. 14 og 16 sama dag.Verðskrá jólasveinanna er sem hér segir: Bréf 50 kr.Pakkar 100 kr.
Lesa meira