Frábærir tónleikar í Sæborg
05.04.2008
Hörður Torfason var með tónleika í Sæborg í kvöld og þangað mættu 16 manns. Þessir tónleikar voru alveg stórkostlegir og leiðinlegt að sjá hvað fáir mættu til þess að hlýða á þennan góða listamann. Hörður bregður sér í alls konar hlutverk á meðan hann flytur dagskrána sína. Hörður er á ferð um Norðurland með Kertaljósatónleika sín og inn á heimasíðu Harðar má sjá þessa umsögn um tónleikana í kvöld: "Til gamans má geta þess, mér til mikillar undrunar, þegar farið var að ræða málið þá hef ég ekki haldið tónleika í Hrísey í 16 ár! Tíminn er svo sannarlega fljótur að líða. Svo mál er komið að birtast í Hrísey og kveðja gamla samkomuhúsið Sæborg með virktum og söknuði því þar hef ég haldið marga tónleika og jafnvel sviðsett leikrit svo ég á margar góðar minningar þaðan. Mér skilst á öllu að húsið eigi að fá nýtt hlutverk í eyjunni og vera lagt niður sem samkomuhús. "Þessi texti er tekinn beint af síðu Harðar og vona ég að hann fyrirgefi það.