20.10.2007
Í dag var Húsfélagið Hákarla-Jörundur lagt niður. Stjórn húsfélagsins bauð í dag félögum á stuttan fund í Hákarlasafninu, var þetta síðasti fundur félagsins og var félagið lagt niður að honum loknum.
Lesa meira
20.10.2007
Fundur verður haldinn hjá húsfélaginu Hákarla Jörundi laugardaginn 20. október 2007 og hefst hann í Gamla-Syðstabæjarhúsinu kl. 14.00.
Lesa meira
03.10.2007
Skrifsstofa bæjarins lokuð fimmtudaginn 4. október3.10.2007 Skrifsstofa Akureyrarbæjar í Hrísey verður lokuð fimmtudaginn 4. október vegna námskeiðs starfsfólks.
Lesa meira
30.09.2007
Í gær laugardag 29. september mættu 85 manns fyrir utan Brekku og gæddu sér á grilluðum pylsum, hamborgurum og gosi í góðu veðri.
Lesa meira
29.09.2007
Kæru HríseyingarÁ morgun laugardag ætlar Markaðsráð Hríseyjar að standa fyrir smá dagskrá í Hrísey.Við ætlum að byrja á því að bjóða börnunum í bíó kl. 14.00 í Sæborg.Farið verður í vitaferð kl. 16.00 frá Eyjabúðinni og er hún í boði Markaðsráðs.Eftir vitaferðina eða um kl. 17.00 verður boðið upp á grillaða hamborgara, pylsur og gos fyrir utan Brekku. Það eru Völvusteinn, Biggi bakari og Vífilfell sem gefa matinn.Ómar Hlyns syngur fyrir okkur á meðan við snæðum og að sjálfsögðu verður Brekka opin fram eftir kvöldi.Mætum nú öll og höfum gaman saman......Markaðsráð Hríseyjar.
Lesa meira
26.09.2007
Vorum að fá sendingu af myndum frá þeim feðgum Steina og Arnari.Endilega kíkið og sjáið hvort þið þekkið einhver andlit þarna.Myndir
Lesa meira
03.09.2007
Heimasíðan hefur alveg legið niðri undanfarin mánuð vegna sumarleyfa. Nú er umsjónaraðilinn komin í fjarnám í Háskólanum á Hólum og situr þar sveitt í innilotu. Vonandi verður þetta nám til þess að miklu markvissara og hnitmiðaðara efni verður sett inn á síðuna.Ég vil benda á heimasíðu Hólaskóla. www.holar.is en þar inni er margt fróðlegt og skemmtilegt.
Lesa meira
27.07.2007
Við vorum að fá í hendur myndirnar sem voru utan á Salthúsinu. Þær eru frá Stefáni Jóni. Arnar í Toppfilm lagaði þær eitthvað aðeins til fyrir okkur. Myndir.
Lesa meira
27.07.2007
Við auglýsum hér með eftir myndum frá Hátíðarhelginni. Gaman væri að hafa myndir inni á síðunni. Við vorum ekki með neinn ljósmyndara á okkar snærum svo að við leitum til ykkar. Ef þið lumið á skemmtilegum myndum sem þið eruð til í að deila með okkur endilega sendið þær á mrh@hrisey.net
Lesa meira