Fréttir

Fjölmenni á íbúaþingi

Rúmlega fimmtíu manns mættu á íbúaþing í Hlein í gær. Kristinn Árnason formaður Hverfisráðs byrjaði fundinn, síðan kom bæjarstórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir og ávarpaði fundinn.
Lesa meira

Íbúaþing

Íbúaþing verður haldið miðvikudaginn 21. nóvember 2007 í Hlein.  Á fundinn koma bæjarstjóri Akureyrar, fulltrúar frá umhverfisnefnd og bæjarstjórn.Dagskrá:1.  Ávarp bæjarstjóra2.  Staðardagskrá 21  (umferðarmál)3.  Atvinnumál,  almenn umræða4.  Kosning í Hverfisráð     Þeir sem gefa kost á sér til setu í Hverfisráði  tilkynni sig á skrifstofuna fyrir hádegi á miðvikudag                                Hverfisráð Hríseyjar   
Lesa meira

Karrinn er kominn út

Markaðsráðið gaf í dag út Karrann sem er fréttablað fyrir Hríseyinga. En Karrinn kom út í Hrísey á árum áður og síðasta blað hans kom út vorið 2004. Það var ákveðið að í blaðinu yrðu bara jákvæðar fréttir og einnig er þar viðburðadagatal fyrir nóvember og desember. Hægt er að lesa Karrann hér.  
Lesa meira

Dröfn Teitsdóttir í maraþoni

Dröfn tók þátt í maraþoni í New York. Hér eru myndir af henni ásamt "hinum" sem hlupu. Hún kom í mark á tímanum: 7.27.29.  
Lesa meira

Jákvæðar fréttir af Hríseyingum um víða veröld.

Það er alveg fullt að gerast hjá okkur í Hrísey þessa dagana. Í dag kl. 18.00 var foreldrakaffi í skólanum þar sem nemendur kynntu ásamt Þórunni kennaranema sem hefur verið í æfingakennslu hér í skólanum síðustu fimm vikur verkefni sem þau hafa verið að vinna. Verkefnið unnu þau út frá heimabyggðinni Hrísey. Afraksturinn var veggteppi sem hefur að geyma 20 litlar myndir af því sem nemendur töldu vera táknrænt fyri Hrísey. Nemenfur höfðu frjálsar hugmyndir um útfærslu á myndunum þau völdu ýmist aðferðir sem þau kunnu eða langaði að prófa s.s. þæfingu, krosssaum, prjón og hekl, klippimyndir og ýmislegt fleira.  
Lesa meira

Spilavist í Brekku kl. 20.00

Lesa meira

Spilavist

Spilavist verður í Brekku mánudagskvöldin 12. 19 og 26. nóvember. kl 20.00.Kvenfélagið 
Lesa meira

Jóladagatal

Nú ætlum við að vera með viðburðadagatal fyrir aðventuna og auglýsum við hér eftir viðburðum ef þið viljið koma einhverju á framfæri  þá endilega sendið okkur línu. 
Lesa meira

Kveikt á leiðalýsingu

Laugardaginn 8. desember 2007 kl. 18.00 verður kveikt á leiðalýsingu og að venju verður hugvekja í kirkjugarðinum. 
Lesa meira

Gallerí Perla

Gallerí Perla auglýsir Jólamarkað kl. 14.00 - 17.00
Lesa meira