15.02.2011
Þorrablót Hríseyinga var haldið laugardaginn 12. febrúar og voru um 180 manns sem komu saman og gæddu sér á þessum þjóðlega mat. Hefðbundin skemmtiatriði voru á borðhaldinu og gerðu nefndarmenn grín af sér sjálfum og öðrum. Boðið var upp á söng, leikþætti, grín og glens og að sjálfsögðu annálinn vinsæla. Segja má að hápunktur kvöldsins sé þegar hann er lesinn. Á eftir var svo dansað við undirleik Geirmundar Valtýssonar og hljómsveitar hans fram á nótt. Hægt er að lesa annálinn hér. Hann er staðsettur undir ferðaþjónusta - Greinar
Lesa meira
08.02.2011
Upphitun fyrir þorrablótið verður í Brekku föstudagskvöldið 11. febrúar kl. 21:00. Þá verður keppt í hinni geysivinsælu spurningarkeppni "Pub Quiz". Tilvalið fyrir gesti og gangandi að mæta og taka þátt. Aðgangseyrir er kr. 250.- sem rennur beint í kaup á vinningum.
Lesa meira
20.01.2011
Laugardaginn 22. janúar verður boðið upp á fyrsta graut ársins. Allt með sama sniði og venjulega, ef þið eigið eitthvað í pokahorninu sem þið viljið leyfa okkur að njóta með ykkur þá endilega verið ófeimin.Sjáumst í Hlein í hádeginu á laugardag.
Ferðamálafélagið.
Lesa meira
05.01.2011
Betra er seint en aldrei.....
Það gleymdist að setja inn á síðuna úrslitin í jólaljósa samkeppninni árið 2010. Tilkynnt var um úrslitin í Eyjabúðinni þann 22. desember.
Að þessu sinni voru það íbúar á Austurvegi 11, Teitur Björgvinsson, Theodóra Kristjánsdóttir og fjölskylda sem unnu samkeppnina.
Þau fengu gjafakörfu frá Te&Kaffi.
Til hamingju með þetta.
Lesa meira
03.01.2011
Fjölmenni var á áramótabrennunni í Hrísey á gamlársdag. Þar var boðið upp á heilmikla flugeldasýningu sem var í boði ýmissa fyrirtækja og einstaklinga í eynni. Viljum við fyrir hönd Hríseyinga þakka þessum aðilum fyrir góða sýningu.
Lesa meira
22.12.2010
Þessi skemmtilega grein eftir hann Steina okkar "rjúpu" birtist í ársriti Fuglaverndar í ár. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Sjá hér
Lesa meira
10.12.2010
Jólabingó í Brekku þriðjudaginn 14. desember. Barnabingó kl. 15:00 og kl. 20:30 fyrir þá eldri.
Glæsilegir vinningar.
Skötuveisla 23. desember kl. 18:00.Vinsamlegast pantið fyrir 17. desember í síma 695-3737 eða 466-1737.
Lesa meira
25.11.2010
Karrinn er komin út fjórða árið í röð hjá Ferðamálafélaginu.
Sjá hér
Lesa meira
17.11.2010
Opnunartími á laugardögum verður frá kl. 13.00 - 15.00 frá og með 20. nóvember.
Sundlaugarvörður.
Lesa meira