Fréttir af þorrablóti 2011.
15.02.2011
Þorrablót Hríseyinga var haldið laugardaginn 12. febrúar og voru um 180 manns sem komu saman og gæddu sér á þessum þjóðlega mat. Hefðbundin skemmtiatriði voru á borðhaldinu og gerðu nefndarmenn grín af sér sjálfum og öðrum. Boðið var upp á söng, leikþætti, grín og glens og að sjálfsögðu annálinn vinsæla. Segja má að hápunktur kvöldsins sé þegar hann er lesinn. Á eftir var svo dansað við undirleik Geirmundar Valtýssonar og hljómsveitar hans fram á nótt. Hægt er að lesa annálinn hér. Hann er staðsettur undir ferðaþjónusta - Greinar