05.01.2011
Betra er seint en aldrei.....
Það gleymdist að setja inn á síðuna úrslitin í jólaljósa samkeppninni árið 2010. Tilkynnt var um úrslitin í Eyjabúðinni þann 22. desember.
Að þessu sinni voru það íbúar á Austurvegi 11, Teitur Björgvinsson, Theodóra Kristjánsdóttir og fjölskylda sem unnu samkeppnina.
Þau fengu gjafakörfu frá Te&Kaffi.
Til hamingju með þetta.
Lesa meira
03.01.2011
Fjölmenni var á áramótabrennunni í Hrísey á gamlársdag. Þar var boðið upp á heilmikla flugeldasýningu sem var í boði ýmissa fyrirtækja og einstaklinga í eynni. Viljum við fyrir hönd Hríseyinga þakka þessum aðilum fyrir góða sýningu.
Lesa meira
22.12.2010
Þessi skemmtilega grein eftir hann Steina okkar "rjúpu" birtist í ársriti Fuglaverndar í ár. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Sjá hér
Lesa meira
10.12.2010
Jólabingó í Brekku þriðjudaginn 14. desember. Barnabingó kl. 15:00 og kl. 20:30 fyrir þá eldri.
Glæsilegir vinningar.
Skötuveisla 23. desember kl. 18:00.Vinsamlegast pantið fyrir 17. desember í síma 695-3737 eða 466-1737.
Lesa meira
25.11.2010
Karrinn er komin út fjórða árið í röð hjá Ferðamálafélaginu.
Sjá hér
Lesa meira
17.11.2010
Opnunartími á laugardögum verður frá kl. 13.00 - 15.00 frá og með 20. nóvember.
Sundlaugarvörður.
Lesa meira
11.11.2010
Leiðalýsing 2010.
Krossfarar Hríseyjar annast lýsingu leiða í kirkjugarðinum eins og undanfarin ár.
Kveikt verður á krossunum laugardaginn 4. desember með athöfn eins og venjulega kl. 18.00.
Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin á þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrir hvern kross er kr. 1.800.
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Ásgeir í síma 466-1769 eða Kristni í síma 466-1789/695-1968. Með þökk fyrir viðskiptin síðustu ár.
Jólakveðja Krossfarar Hríseyjar.
Lesa meira
04.11.2010
Hvernig væri að skella sér á jólahlaðborð í Hrísey.
Laugardaginn 27. nóvemer verður jólahlaðborð í Brekku. Að vanda verða töfraðir fram glæsilegir réttir.
Athugið að panta sem fyrst því það stefnir í fullt hús.
Tekið á móti pöntunum í síma 695-3737.
Föstudagskvöldið 26. nóvember er frátekið fyrir annað jólahlaðborð ef næg þátttaka fæst.
Lesa meira
03.11.2010
Föstudagskvöldið 5. nóvember kl. 21.00 heldur Pub Quiz á Brekku áfram. Skipt er í lið sem spreyta sig á skemmtilegum spurningum. Verðlaun fyrir sigurliðið. Aðgangseyrir kr. 250 og rennur það óskipt til kaupa á vinningum.
Sjáumst hress á Brekku.
Lesa meira