24.09.2010
Föstudagskvöldið 24. september kl. 21.00 heldur Pub Quiz á Brekku áfram. Skipt er í lið sem spreyta sig á skemmtilegum spurningum. Verðlaun fyrir sigurliðið. Aðgangseyrir kr. 250 og rennur það óskipt til kaupa á vinningum. Tilboð á barnum.
Sjáumst hress á Brekku.
Lesa meira
10.09.2010
Þá byrjum við aftur eftir gott sumarfrí.
Föstudagskvöldið 10. september kl. 21.00 heldur Pub Quiz á Brekku áfram. Skipt er í lið sem spreyta sig á skemmtilegum spurningum. Verðlaun fyrir sigurliðið. Aðgangseyrir kr. 250 og rennur það óskipt til kaupa á vinningum. Tilboð á barnum.
Sjáumst hress á Brekku.
Lesa meira
01.09.2010
Í dag 1. september breytist opnunartími sundlaugarinnar í Hrísey í vetraropnun:
Þriðjudaga og fimmtudaga 14.00 - 20.00Miðvikudag og föstudagur 14.00 - 18.00Laugardagur 13.00 - 15.00Lokað mánudaga og sunnudaga
Ath. sundlaugin er lokuð 25.12, 26.12, 1.1, 1.5.
Lesa meira
23.08.2010
Í dag mánudaginn 23. ágúst var Hríseyjarskóli settur. Í vetur eru 22 nemendur við skólann og eru þeir mjög sáttir við að hefja skólagönguna á ný eftir gott sumarfrí. Þrír nemendur eru að hefja skólagöngu sína í 1. bekk og einnig bætist við nýr nemandi í 2. bekk. Fyrst skólavikan er nýtt til að hrista hópinn saman og eru þá hinir vinsælu skólaleikar þar sem nemendum er skipt í lið og keppa í hinum ýmsu greinum t.d. er keppni í berjatínslu.
Lesa meira
04.09.2010
Hinn árlegi söfnunardagur verður laugardaginn 4. september. Endilega takið daginn frá.
Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
28.07.2010
Nú stendur yfir vinna við að uppfæra og laga nýju heimasíðu Ferðamálafélagsins.
Það er búið að laga myndirnar við húsin í Hrísey og nú fara að koma fleiri hús þar inn. Kosturinn við þessa síðu er fyrst og fremst sá að auðveldara er að setja inn myndir og fáum við þá að njóta þeirra fjölmörgu mynda sem búið er að taka á vél félagsins.
Góðir hlutir gerast hægt, stendur einhversstaðar.
Lesa meira
15.05.2010
Laugardaginn 15. maí verður síðasti grauturinn í bili en við byrjun aftur að borða graut saman í haust. Nú er bara að mæta í Hlein í hádeginu á laugardag og eiga notalega stund saman. Sjáumst hress og kát, allir velkomnir. Stjórn Ferðamálafélagsins.
Lesa meira
08.05.2010
Laugardaginn 8. maí heldur Skátakórinn tónleika í Hríseyjarkirkju kl. 13. Kórinn er á gleðiferð um Norðuland. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög, dægurlög, skátalög og popplög. Miðaverð er kr. 500.Sjá nánar.
Lesa meira
07.05.2010
Föstudagskvöldið 7 maí kl 20.00 mun Nanna G. Yngvadóttir útlitsráðgjafi vera með fyrirlestur um fatastíl og rétt val á litum í fatnaði og förðun. Súpa/brauð og kaffi á 800 krónur. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
01.05.2010
Laugardaginn 1. maí verða hús Hákarla Jörundar og Holt opin frá kl. 11-17.Sjá nánar hér
Lesa meira