Fréttir

Áætlun Sævars um jól og áramót

Hér má nálgast áætlun Sævars
Lesa meira

Opnunartími í Júllabúð yfir jól og áramót

Þorláksmessa: 12.00 - 20.00 Aðfangadagur: 11.00 - 13.00 Jóladagur: Lokað Annar í jólum: 12.00 - 14.00 Gamlársdagur: 11.00 - 13.00 Nýársdagur: Lokað 2. janúar: Lokað vegna vörutalningar
Lesa meira

Opnun Íþróttamiðstöðvar um jól og áramót

Hér má sjá opnun yfr hátíðirnar.Opnunartími
Lesa meira

Jólastund í húsi Hákarla Jörundar

Laugardaginn 3. desember komu eyjaskeggjar saman í húsi Hákarla Jörundar. Þar lásu nemendur Hríseyjarskóla frumsamin ljóð og sögur, Aðalsteinn Bergdal fræddi fólk um Grýlu og Leppalúða og las ljóð um þetta sérstaka fólk, séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir stjórnaði skemmtilegum samkvæmisleik, Ragnar Víkingsson þandi nikkuna og tóku allir undir og sungu saman nokkur jólalög. Rúmlega fimmtíu manns mættu á þessa notalegu stund.
Lesa meira

Litlu jól Eyfars

Í dag föstudaginn 2. desember buðu Eyfarsmenn eyjaskeggjum í mat í Íþróttamiðstöðinni. Þetta mun vera níunda árið í röð sem þeir bjóða til veislu. Á boðstólnum var hangikjöt með tilheyrandi meðlæti. Jólasveinar mættu á svæðið með glaðning handa börnunum og vöktu þeir að venju mikla lukku. Kristín Björk var með myndavélina á staðnum og hér má sjá myndir.
Lesa meira

Kveikt á jólatrénu

Í dag 1. desember kl. 17.00 var kveikt á jólatrénu. Tréð kemur frá Akureyrarbæ en  Ferðamálafélagð hefur skipulagt þennan viðburð undanfarin ár. Gengið var í kringum tréð og sungnir nokkrir jólasöngvar. Á eftir bauð Júllabúð upp á heitt súkkulaði og smákökur. Myndir má sjá hér
Lesa meira

Karrinn 2011

Þá er nýr Karri kominn út og hann má nálgast hér og undir "Greinar".
Lesa meira

Pub Quiz á laugardegi

Laugardagskvöldið 19. nóvember kl. 21.00 verður Pub Quiz á Brekku. Skipt er í lið sem spreyta sig á skemmtilegum spurningum. Verðlaun fyrir sigurliðið. Aðgangseyrir kr. 250 og rennur það óskipt til kaupa á vinningum. Tilboð á barnum. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegum leik. Sjáumst hress á Brekku.
Lesa meira

Vinnudagur í Sæborg

Laugardaginn 12. nóvember verður vinnudagur í Sæborg. Allir sem vettlingi geta valdið og hafa áhuga á að hjálpa okkur eru beðnir að mæta kl. 13.00. Það verður nóg að gera fyrir alla í tiltekt og viðgerðum. Um kvöldið verður svo grímubúningapartý...nánar auglýst síðar. Stjórn Kröflu
Lesa meira

Pub Quiz á Brekku

Föstudagskvöldið 4. nóvember kl. 21.00 byrjum við aftur á Pub Quiz. Skipt er í lið sem spreyta sig á skemmtilegum spurningum. Verðlaun fyrir sigurliðið. Aðgangseyrir kr. 250 og rennur það óskipt til kaupa á vinningum. Tilboð á barnum. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegum leik. Sjáumst hress á Brekku.
Lesa meira