Fréttir

Brekka um páskana

Páskabingó þriðjudaginn 19.apríl kl. 20:30 Barnabingó miðvikudaginn 20. apríl kl. 16:30 Páskamatur og páskaegg í verðlaun.  Skírdagur: Glæsilegur kökubasar Kvenfélagsins kl. 15:30 Föstudagurinn langi: Kaffihlaðborð Brekku frá kl. 14:30 - 16:30 Laugardagur 23. apríl: Boltinn í beinni niðri frá kl. 11:30 Eldhúsið opið frá kl. 12:00 Hamborgarar, kjúklingalokur, BBQ kjúklingur, Quesedillas, og pizzur. Annað af matseðli þarf að panta með fyrirvara. Pub Quiz kl. 21:00.    Sjáumst hress Gleðilega páska.
Lesa meira

Flóamarkaður

Laugardaginn 23. apríl verður flóamarkaður í Sæborg kl. 13:00-18:00. Tilvalið að kíkja við og gera góð kaup á öllu milli  himins og jarðar. Fyrir þá sem vilja gefa á markaðinn þá verðum við í Sæborg og tökum á móti varningi mánudaginn 18. apríl frá kl. 14:00 - 18:00. Kvenfélagið og Krafla  
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálafélags Hríseyjar

Aðalfundur Ferðamálafélags Hríseyjar verður haldinn í húsi Hákarla Jörundar  mánudaginn 18. apríl kl. 20.00. Kaffi og með því. Mætum vel og látum okkur málin varða.Venjulega aðalfundarstörf.Stjórnin
Lesa meira

Tónleikar á Brekku

Í tilefni fimmtugsafmælis síns 17. apríl n.k. heldur Eyjólfur Kristjánsson í mikla tónleikaferð um landið. Eyfi mun spjalla á léttum nótum við tónleikagesti og flytja öll sín þekktustu lög í bland við ýmislegt annað. Fimmtudaginn 7. apríl verður hann í Brekku kl. 20:30. Miðaverð kr. 2.000.
Lesa meira

Foreldrakaffi í Hríseyjarskóla

Mánudaginn 28. mars var foreldrakaffi í Íþróttamiðstöðinni. Þar var boðið upp á súpu og brauð bakað af nemendum skólans. Skemmtilegir munir  sem unnir hafa verið á smíðanámskeiði hjá Narfa Björgvinssyni voru til sýnis. Námskeiðið stóð yfir í nokkrar vikur og ekki er hægt að segja annað en margir og glæsilegir hlutir hafi litið dagsins ljós. Þórunn og Dóra sýndu svo myndir frá heimsókn þeirra til Færeyja á dögunum en þær skoðuðu skóla í Kvívík og er nú unnið að því að koma á vinasamstarfi á milli skólanna. Það voru tæplega 60 manns sem mættu í foreldrakaffið, mömmur, pabbar, ömmur, afar, frænkur, frændur og systkini. Myndir
Lesa meira

Hver er framtíð atvinnumála í Hrísey

Opinn fundur um stöðu atvinnumála í Hrísey og áhrif þeirra á búsetu í eyjunni verður haldinn í veitingahúsinu Brekku mánudaginn 21. mars klukkan 16.00. Bæjarfulltrúum og þingmönnum kjördæmisins hefur verið sérstaklega boðið á fundinn og eru íbúar Hríseyjar og fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sérstaklega hvatt til að mæta og taka þátt í umræðum um málið. Á fundinum mun Þröstur Jóhannsson, útgerðarmaður í Hrísey, fjalla um atvinnulíf í Hrísey síðustu árin og þær breytingar sem hafa orðið, Kristinn Árnason, formaður hverfisráðs, fjallar um stöðuna eins og hún er núna, Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar, ræðir um atvinnuleysi og úrræði sem eru í boði.
Lesa meira

Fyrirhuguð hannyrðahelgi kvenfélags Hríseyjar

Hannyrðahelgi kvenfélagsins fellur niður.
Lesa meira

Fréttir af þorrablóti 2011.

Þorrablót Hríseyinga var haldið laugardaginn 12. febrúar og voru um 180 manns sem komu saman og gæddu sér á þessum þjóðlega mat. Hefðbundin skemmtiatriði voru á borðhaldinu og gerðu nefndarmenn grín af sér sjálfum og öðrum. Boðið var upp á söng, leikþætti, grín og glens og að sjálfsögðu annálinn vinsæla. Segja má að hápunktur kvöldsins sé þegar hann er lesinn. Á eftir var svo dansað við undirleik Geirmundar Valtýssonar og hljómsveitar hans fram á nótt. Hægt er að lesa annálinn hér. Hann er staðsettur undir ferðaþjónusta - Greinar
Lesa meira

Pub Quiz á Brekku

Upphitun fyrir þorrablótið verður í Brekku föstudagskvöldið 11. febrúar kl. 21:00. Þá verður keppt í hinni geysivinsælu spurningarkeppni "Pub Quiz". Tilvalið fyrir gesti og gangandi að mæta og taka þátt.  Aðgangseyrir er kr. 250.- sem rennur beint í kaup á vinningum. 
Lesa meira

Fyrsti grautardagur ársins.

Laugardaginn 22. janúar verður boðið upp á fyrsta graut ársins. Allt með sama sniði og venjulega, ef þið eigið eitthvað í pokahorninu sem þið viljið leyfa okkur að njóta með ykkur þá endilega verið ófeimin.Sjáumst í Hlein í hádeginu á laugardag. Ferðamálafélagið.  
Lesa meira