Fréttir

Flokkunartafla fyrir sorp

Grænfánanefnd Hríseyjarskóla hefur undanfarnar vikur unnið að því að gera flokkunartöflu fyrir Hrísey. Þessi tafla verður borin í öll hús og ætti að auðvelda fólki að flokka sorpið. Þetta er alveg frábært framtak hjá nefndinni og vonandi mun fólk verða duglegt að tileinka sér þessa töflu. Sjá töflu
Lesa meira

Málverkasýning í húsi Hákarla Jörundar

Sjá auglýsingu
Lesa meira

Tónleikar

Föstudagskvöldið 20 maí kl. 22:00 munu snillingarnir Rúnar Þór, Megas og Gylfi Ægis halda dúndurtónleika í Sæborg. Aldurstakmark 18. ár. Veitingar seldar á staðnum. Miðaverð kr. 2.000.- Engin posi. Brekka
Lesa meira

Símaskrá fyrir Hrísey

Ungmennafélagið Narfí í Hrísey stendur fyrir söfnun símanúmera og netfanga til að gefa út símaskrá í Hrísey.  Við viljum ná til sem flestra sumarhúsa eigenda í eyjunni. Þeir sem vilja skrá sig í símaskrána sendi upplýsingar á netfangið herraheimir@simnet.is fyrir 1.júní. Að skrá nafn í skrána kostar 100 kr. Þeir sem vilja auglýsa sumarhúsið sitt til leigu er boðið að auglýsa fyrir 500 kr. Við biðjum ykkur um að koma aurum sem fyrst til skila til Heimis Áslaugs eða Ingibjargar, Hólabraut 18.  Símaskráin verður seld til fjáröflunar fyrir UMF Narfa.
Lesa meira

Auglýst eftir starfsfólki

Ferðamálafélag Hríseyjar auglýsir eftir starfsfólki. Sjá nánar
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn 2011

Laugardaginn 7. maí verður opið í húsi Hákarla Jörundar og Holti frá kl. 11:00 - 17:00.Yfirskrift Eyfirska safnadagsins að þessu sinni er "Söfn fyrir börn".Skoða auglýsingu
Lesa meira

1. maí hlaup UFA.

Hið árlega 1. maí hlaup Ungmennafélags Akureyrar fór fram í dag.Nemendur frá Hríseyjarskóla og Smábæ fjölmenntu í hlaupið, alls fóru 20 nemendur frá Hrísey.Þau komu heim með bikar til eignar fyrir framúrskarandi þátttökuhlutfall þrjú ár í röð. Þátttakan í ár var 86,4 %.Glæsilegur árangur hjá krökkunum.Sjá myndir hér.
Lesa meira

Undirbúningsfundur vegna Fjölskyldu- og Skeljahátíðar 2011

Þá er komið að því að byrja undirbúning hátíðarinnar. Hátíðin er helgina 15. - 17. júlí. Mánudaginn 2. maí kl. 20.00 verður haldinn fyrsti fundur í húsi Hákarla Jörundar.  Hvetjum alla sem áhuga hafa á að vera með í skipulagningu og framkvæmd að mæta á fundinn.   Stjórn Ferðamálafélagsins.  
Lesa meira

Skemmtilegt ljóð eftir Hríseying

Fengum þetta skemmtilega ljóð eftir Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur. Hún sendir öllum óskir um gleðilegt sumar.  Sjá hér
Lesa meira

ATH Eyjabúðin lokuð

Eyjabúðin verður lokuð um óákveðinn tíma frá og með þriðjudeginum 19. apríl.
Lesa meira