18.09.2013
Nú er að fara af stað íþróttakóli fyrir börn á leikskólaaldri, fótbolti og frjálsíþróttaæfingar fyrir grunnskólabörn.Sjá hér
Lesa meira
18.09.2013
Frá og með 21. september verður opið kl. 12.00 - 15.00 á laugardögum.Þetta er tilkomið vegna frjálsíþróttaæfinga barna á aldrinum 5-10 ára.
Lesa meira
16.09.2013
Rúmlega 60 manns mættu á málþingið sem haldið var laugardaginn 14. september í Íþróttamiðstöðinni. Unnið var eftir svokölluðu þjóðfundarformi og skipt í 8-10 manna hópa og voru hópstjórar í hverjum hóp.
Er það álit flestra að málþingið hafi verið mjög þarft og góð vinna farið þar fram. Áhugahópur um framtíð Hríseyjar sem stóð fyrir málþinginu mun á næstu dögum fara yfir niðurstöður fundarins og halda áfram þeirri vinnu sem framundan er.
Hópurinn vill koma á framfæri þakklæti til allra sem tóku þátt í málþinginu bæði gestum og heimamönnum.
Lesa meira
03.09.2013
Hvað hefur þú til málanna að leggja?
Áhugahópur um framtíð Hríseyjar boðar til málþings
laugardaginn 14. september.Umræðuefni fundarins verða m.a.:Atvinnumál, byggðaþróun, þjónusta við íbúa,
samgöngur, sumarhús, afþreying, ferðaþjónusta, heilbrigðismál,umhverfismál svo
eitthvað sé nefnt.Hópurinn hvetur alla til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum eða bara til
að hlusta á það sem aðrir hafa að segja, þetta er fundur þar sem allir eiga
erindi sem láta sér málefni Hríseyjar varða.Fundurinn verður haldinn laugardaginn 14. september
í Íþróttamiðstöðinni í Hrísey og hefst kl. 12:00 og lýkur klukkan 17:00.Á fundinn hafa boðað komu sína fulltrúar frá
bæjarstjórn Akureyrarbæjar og Einingu Iðju. Þingmönnum og fleirum hefur einnig
verið boðin þátttaka. Skráning á fundinn er hér og í síma 864-1426. Í tengslum við fundinn og störf hópsins hefur
verið sett af stað skoðanakönnun sem allir eru beðnir að svara. Hún er ekki
eingöngu fyrir Hríseyinga heldur alla áhugasama. Hlekkur á skoðanakönnun. Hægt er að nálgast útprentað
eintak í Júllabúð.
Lesa meira
01.09.2013
ATHUGIÐ
1. september verður ferja kl. 23.00 frá Hrísey og kl. 23.20 frá Árskógssandi upphringiferð
Sjá áætlun
Lesa meira
01.09.2013
Athugið.
1. september breytist áætlun þannig að ferja kl.23.00 verður upphringiferð.
Sjá áætlun
Lesa meira
30.08.2013
Þá er komið að því, laugardaginn 7. september verður hinn árlegi Haustfagnaður. Dagurinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Leikklúbburinn Krafla byrjar að baka vöfflur kl. 15.00 á hátíðarsvæði.
Kveikt verður upp í grillum kl. 18.00 og seldir verða hamborgarar og franskar og jafnvel eitthvað meira og að sjálfsögðu eitthvað til að skola niður matnum með.
Nánari dagskrá verður birt í byrjun næstu viku.
Lesa meira
27.08.2013
Sjá opnunartíma í Íþróttamiðstöðinni
Lesa meira
25.08.2013
Afgreiðslutími í Júllabúð frá og með 26. ágúst 2013
sjá nánar
Lesa meira
16.08.2013
Fimmtudaginn
15. ágúst kom saman tíu manna hópur í Hrísey sem kallar sig áhugahóp um framtíð
Hríseyjar. Hópurinn hefur ákveðið að halda íbúafund í september í samstarfi við
fyrirtæki og félagasamtök í eyjunni. Á fundinum verður aðaláherslan lögð á
hópavinnu þar sem unnið verður með fjölmörg málefni og hugmyndir auk þess verða
gestafyrirlesarar. Hrísey eins og fjölmörg önnur byggðarlög á landinu þarf að vera
í stöðugri vörn gagnvart atvinnumálum og íbúafjölda en nú telja margir íbúar að
tími sé kominn á að snúa vörn í sókn og skapa áframhaldandi blómlega byggð í
Hrísey. Tækifærin eru fjölmörg og engin ástæða til svartsýni.
Næsti fundur hópsins verður fimmtudaginn 22. ágúst kl.
20.00 í húsi Hákarla Jörundar og eru allir velkomnir
að vera með og taka þátt í undibúningi íbúafundar.
Lesa meira