01.07.2013
Undirbúningur er hafinn fyrir Hríseyjarhátíðina.Fjölskylduhátíð í Hrísey helgina 12-14 júlí. Undirbúningsnefndin ákvað að leita út fyrir eyjuna og í ár var Jón Gunnar Th, ráðinn stjórnandi hátíðarinnar. Í ár verður meiri áhersla lögð á tónlist og má segja að þetta verði einskonar trúbadúra-hátíð í Hrísey.Margir ungir trúbadúrar spila í eyjunni og markmiðið er að hvert sem þú ferð verði hugguleg tónlist. Það verður lúðrasveit um borð í ferjunni, fiðluleikari á höfninni og plötusnúður í sundlauginni. Trúbadúrar á hverju götuhorni. Aron Óskarsson kemur frá Dalvík, Söngkonan Vala Eiríksdóttir frá Akureyri, einig verður boðið upp á huggulegan djass. Heimir Ingimars verður með söngsmiðju fyrir börn og skemmtir einnig á laugardeginum.
Lesa meira
26.06.2013
Vegna óhagstæðrar veðurspár fellur fyrirhuguð Flateyjarferð Hríseyjarferjunnar Sævars niður.
Lesa meira
25.06.2013
Gönguferðir í boði í gönguviku 1. - 7. júlísjá nánar
Lesa meira
13.06.2013
Flateyjarferð Hríseyjarferjunnar Sævars.Hin árlega Flateyjarferð verður farin föstudaginn 28. júní. Brottför frá Árskógssandi kl. 15.30 og frá Hrísey kl. 16.00.Sigling til Falteyjar tekur tæpa 3 tíma. Þar verður glæsileg grillveisla og síðan stiginn dans í samkomuhúsi Flateyinga. Mjög gaman er að ganga um eyjuna og skoða gömlu húsin, sem flest öll er búið að endurbyggja. Stopp í Flatey ca. 4 tímar.Pantanir í síma: 695-5544. Verð kr. 14.000.ATH: Þetta er síðasta Flateyjarferðin á vegum Hríseyjarferjunnar.
Lesa meira
11.06.2013
Kl. 11:00 - Víðavangshlaup við íþróttamiðstöðina
2-5 ára - 6-10 ára - 11-15 ára - 16+
Kl. 14:00 - Leikir við Sæborg, andlitsmálun, vöfflu kaffi
Kl. 16:00 - Frítt í bíó - Popp og gos/djús til sölu
Ungmennafélagið Narfi.
Lesa meira
10.06.2013
Mánudaginn 10. júní kl. 17.00 verður lagt af stað frá Hlein og gengið um þorpið. Á eftir verða grillaðar pylsur við Hlein.Hverfisráð Hríseyjar
Lesa meira
07.06.2013
ATH ekki var réttur tími á auglýsingu í Dagskránni hlaupið verður laugardaginn 8. júní kl. 10.30 frá Júllabúð.
Lesa meira
06.06.2013
Börn
í leikskóla 2-5 ára kl. 16:00
Grunnskóla börn 1.-5. bekkur kl. 10:00
Námskeiðin
hefjast mánudaginn 10. júní og verða frá mánudegi til fimmtudags og munu
standa í tvær vikur
Gert er ráð fyrir að hafa aftur tveggja vikna námskeið í júlí
eða ágúst. Það verður auglýst betur síðar.
Skráning
og mæting verður á íþróttavellinum mánudaginn 10. júní. Greiða þarf þátttökugjald við skráningu.
Verð
fyrir 2 vikur. Yngri hópur 1000 kr og 2000 kr fyrir eldri hópinn, 25% afláttur
fyrir systkini.
Umsjón með námskeiðinu hefur Sylvía og gefur hún frekari
upplýsingar í síma 867-0689
Lesa meira
04.06.2013
Bifreiðaskoðun fer fram í Hrísey fimmtudaginn 6. júní. Skoðunin fer fram í slökkvistöðinni og hefst kl. 10.00.
Lesa meira