Áhugahópur um framtíð Hríseyjar
16.08.2013
Fimmtudaginn
15. ágúst kom saman tíu manna hópur í Hrísey sem kallar sig áhugahóp um framtíð
Hríseyjar. Hópurinn hefur ákveðið að halda íbúafund í september í samstarfi við
fyrirtæki og félagasamtök í eyjunni. Á fundinum verður aðaláherslan lögð á
hópavinnu þar sem unnið verður með fjölmörg málefni og hugmyndir auk þess verða
gestafyrirlesarar. Hrísey eins og fjölmörg önnur byggðarlög á landinu þarf að vera
í stöðugri vörn gagnvart atvinnumálum og íbúafjölda en nú telja margir íbúar að
tími sé kominn á að snúa vörn í sókn og skapa áframhaldandi blómlega byggð í
Hrísey. Tækifærin eru fjölmörg og engin ástæða til svartsýni.
Næsti fundur hópsins verður fimmtudaginn 22. ágúst kl.
20.00 í húsi Hákarla Jörundar og eru allir velkomnir
að vera með og taka þátt í undibúningi íbúafundar.