Fréttir

Þorrablót 2013 - Miðapantanir fyrir 10. febrúar

Þorrablót 2013 í Hrísey þann 16. febrúar í Íþróttamiðstöðinni. Boðið verður uppá: Þorramat, hljómsveitina Byltingu, dans fram á rauða nótt, skemmtiatriði, fjöldasöng og skemmtilegt fólk. Matur og ball 6.500 kr.Matur 5.500 kr.Ball 2.500 kr.Skráning hjá Ingibjörgu í síma: 8641426/5861426 og hjá Sylvíu í síma: 8670689/4663254. Ganga þarf frá skráningu í síma og greiðslu inn á reikning 1177-05-12626 kt: 5712932269 fyrir 10. febrúar. Miðar verða afhentir til heimamanna þriðjudaginn 12. febrúar gegn greiðslu.
Lesa meira

Fyrir þrettándann

Björgunarsveit Hríseyjar verður með þrettánda-flugeldasölu að Ægisgötu 13 Hrísey.  Opið: Föstudaginn - 4 janúar kl. 15.00 til 18.00Laugardaginn -  5 janúar kl. 14.00 til 18.00Sunnudaginn -  6 janúar kl. 12.30 til 16.30 Tertur, rakettur og blys! Viljum einnig koma því á framfæri ef einhverjir vilja styrkja smá flugeldasýningu á brennunni að þá tökum við á móti frjálsum framlögum í flugeldasölunni. Þökkum stuðninginn. Björgunarsveit HríseyjarÆgisgötu 13Hrísey  
Lesa meira

Fyrsti grautur ársins

Laugardaginn 5. janúar verður fyrsti grautardagur ársins.Allir að mæta í Hlein kl. 12.00 og fá sér graut og slátur, súrt og nýtt.Fögnum nýju ári á þjóðlegu nótunum.
Lesa meira

Áramótabrennu og áramótagleði frestað vegna veðurs

Áramótabrennan sem vera átti á Gamlársdag verður 6. janúar kl. 17.00. Áramótagleði sem fyrirhuguð var í Sæborg á Gamlárskvöld fellur niður vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Hækkun á far- og farmgjöldum Eyfars

Þann 1. janúar 2013 hækka far- og farmgjöld Eyfars. Fargjöld:Báðar leiðir                 1.400         70030 miða kort             27.000      13.500Upphringiferð           1.400 Farmgjöld hækka um 15%.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2012

Ungmennafélagið Narfi útnefndi Reyni Þrastarson íþróttamann ársins 2012. Reynir er mjög áhugasamur ungur íþróttamaður. Hann hefur sýnt mikinn áhuga og dugnað í barna og unglingastarfi undanfarin ár. Hann er einnig mjög virkur í fótbolta eldri flokka.Hér má sjá myndir. Til hamingju með þetta Reynir.
Lesa meira

Opnunartími í Júllabúð yfir jól og áramót

Opið til kl 20:00 - ÞorláksmessukvöldOpið kl 11:00 - 13:00 - aðfangadagLOKAÐ á JóladagOpið kl 14:00 - 16:00 26. des - á annan í jólum
Lesa meira

Jólaljósaviðurkenning

Almar Björnsson og Þórunn Arnórsdóttir Austurvegi 13 fengu í dag viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu. Þau fengu ostakörfu, súkkulaði og viðurkenningarskjal.Til hamingju.
Lesa meira

Áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars um jól og áramót

Aðfangadagur og gamlársdagur:Frá Hrísey:  09:00..........Frá Árskógssandi: 09:30                   11:00...................................................11:30                   13:00...................................................13:30                   16:00...................................................16:30
Lesa meira

Skötuveisla í Brekku

Á Þorláksmessu verður hin árlega skötuveisla í Brekku kl. 12.00 ATH breyttan tíma. Vinsamlegast pantið í síma 695 3737 fyrir 20. desember.
Lesa meira