Málþing í Hrísey.
16.09.2013
Rúmlega 60 manns mættu á málþingið sem haldið var laugardaginn 14. september í Íþróttamiðstöðinni. Unnið var eftir svokölluðu þjóðfundarformi og skipt í 8-10 manna hópa og voru hópstjórar í hverjum hóp.
Er það álit flestra að málþingið hafi verið mjög þarft og góð vinna farið þar fram. Áhugahópur um framtíð Hríseyjar sem stóð fyrir málþinginu mun á næstu dögum fara yfir niðurstöður fundarins og halda áfram þeirri vinnu sem framundan er.
Hópurinn vill koma á framfæri þakklæti til allra sem tóku þátt í málþinginu bæði gestum og heimamönnum.