12.08.2013
Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir fótaaðgerðafræðingur kemur reglulega til Hríseyjar og þeir sem vilja fá tíma hjá henni er bent á að hafa samband við Rósu Káradóttur í síma 466-1769 eða 694-8652. Allir velkomnir aldnir sem ungir:)
Lesa meira
20.07.2013
Á siglingu sinni frá Siglufirði til Akureyrar kom Húni ll við í Hrísey. Þeir eru að klára túrinn í kring um landið og verða með tónleika á Akureyri í dag.
Árrisulir eyjaskeggjar og gestir eyjarinnar mættu á bryggjuna og hlýddu á hljómfagran söng er sungið var fyrir áhöfnina á bryggjunni.
Myndir hér
Lesa meira
01.07.2013
Undirbúningur er hafinn fyrir Hríseyjarhátíðina.Fjölskylduhátíð í Hrísey helgina 12-14 júlí. Undirbúningsnefndin ákvað að leita út fyrir eyjuna og í ár var Jón Gunnar Th, ráðinn stjórnandi hátíðarinnar. Í ár verður meiri áhersla lögð á tónlist og má segja að þetta verði einskonar trúbadúra-hátíð í Hrísey.Margir ungir trúbadúrar spila í eyjunni og markmiðið er að hvert sem þú ferð verði hugguleg tónlist. Það verður lúðrasveit um borð í ferjunni, fiðluleikari á höfninni og plötusnúður í sundlauginni. Trúbadúrar á hverju götuhorni. Aron Óskarsson kemur frá Dalvík, Söngkonan Vala Eiríksdóttir frá Akureyri, einig verður boðið upp á huggulegan djass. Heimir Ingimars verður með söngsmiðju fyrir börn og skemmtir einnig á laugardeginum.
Lesa meira
26.06.2013
Vegna óhagstæðrar veðurspár fellur fyrirhuguð Flateyjarferð Hríseyjarferjunnar Sævars niður.
Lesa meira
25.06.2013
Gönguferðir í boði í gönguviku 1. - 7. júlísjá nánar
Lesa meira
13.06.2013
Flateyjarferð Hríseyjarferjunnar Sævars.Hin árlega Flateyjarferð verður farin föstudaginn 28. júní. Brottför frá Árskógssandi kl. 15.30 og frá Hrísey kl. 16.00.Sigling til Falteyjar tekur tæpa 3 tíma. Þar verður glæsileg grillveisla og síðan stiginn dans í samkomuhúsi Flateyinga. Mjög gaman er að ganga um eyjuna og skoða gömlu húsin, sem flest öll er búið að endurbyggja. Stopp í Flatey ca. 4 tímar.Pantanir í síma: 695-5544. Verð kr. 14.000.ATH: Þetta er síðasta Flateyjarferðin á vegum Hríseyjarferjunnar.
Lesa meira
11.06.2013
Kl. 11:00 - Víðavangshlaup við íþróttamiðstöðina
2-5 ára - 6-10 ára - 11-15 ára - 16+
Kl. 14:00 - Leikir við Sæborg, andlitsmálun, vöfflu kaffi
Kl. 16:00 - Frítt í bíó - Popp og gos/djús til sölu
Ungmennafélagið Narfi.
Lesa meira
10.06.2013
Mánudaginn 10. júní kl. 17.00 verður lagt af stað frá Hlein og gengið um þorpið. Á eftir verða grillaðar pylsur við Hlein.Hverfisráð Hríseyjar
Lesa meira