Fréttir

Sýning í Sæborg.

Laugardaginn 23. febrúar kl. 17.00 - 19.00 býður Amanda Bonaiuto á opnun sýningar sinnar "Faces for lovers". Einnig verður opið sunnudaginn 24. febrúar kl. 12.00 - 17.00. Amanda er gestur í Gamla skóla og dvelur í Hrísey til febrúarloka. Sjá auglýsingu
Lesa meira

Þorrablótsannáll 2013

Hér má lesa þorrablótsannálinn 2013. Annáll
Lesa meira

Þorrablótsannáll 2013

Hér má sjá annálinn frá Þorrablóti 2013. Annáll
Lesa meira

Nornakvöld í Brekku

Föstudagskvöldið 1. mars verður loksins Nornakvöld í Brekku. Þangað mætir Inga spámiðill, les í spil og fleira Súpa og brauð.  Verð kr. 2.000. Skráning fyrir 27. febrúar í síma 695 3737 hjá Gunnu í Brekku.
Lesa meira

Þorrablótshelgin í Hrísey

Um helgina er mikið um að vera í Hrísey. Föstudagskvöldið 15. febrúar er Pub Quiz á Brekku kl. 21.00. Laugardaginn 16.febrúar er boðið upp á graut og slátur í hádeginu í Hlein og um kvöldið er svo hið árlega þorrablót í Íþróttamiðstöðinni. Að sjálfsögðu er svo opið í Júllabúð, Brekku og sundlauginni.
Lesa meira

Öskudagur í Hrísey

Kötturinn var sleginn úr tunnunni  við Júllabúð klukkan 11.00. Á eftir gengu börnin um þorpið og sungu í fyrirtækjum fyrir nammi og svo fóru nemendur Hríseyjarskóla í hús og sungu fyrir pening sem fer í ferðasjóð. Foreldrafélag Hríseyjarskóla hélt síðan grímuball í Íþróttamiðstöðinni. Myndir hér
Lesa meira

Hvönn frá Hrísey

Hvannar te og krydd frá Hrísiðn er hrein og vottuð náttúruafurð. Hrísiðn er með vottun frá vottunarstofunni Tún um að uppfylltar séu kröfur um eftirlit, aðferðir og framleiðslu á lífrænni vöru.Sjá auglýsingu
Lesa meira

Skráning á þorrablót 2013

Þorrablót 2013 í Hrísey þann 16. febrúar í Íþróttamiðstöðinni. Boðið verður uppá: Þorramat, hljómsveitina Byltingu, dans fram á rauða nótt, skemmtiatriði, fjöldasöng og skemmtilegt fólk. Matur og ball 6.500 kr.Matur 5.500 kr.Ball 2.500 kr.Skráning hjá Ingibjörgu í síma: 8641426/5861426 og hjá Sylvíu í síma: 8670689/4663254. Ganga þarf frá skráningu í síma og greiðslu inn á reikning 1177-05-12626 kt: 5712932269 fyrir 10. febrúar. Miðar verða afhentir til heimamanna þriðjudaginn 12. febrúar gegn greiðslu.
Lesa meira

Ánægjuvogin - styrkur íþrótta

niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.   Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk. Fimmtudaginn 31.janúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Háskólanum á Akureyri í sal N 102 og hefst fundurinn klukkan 17:00.  Þar mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ.    Þátttaka er ókeypis og öllum heimil.  
Lesa meira

Lucy Wilson sýnir í Sæborg

Sýningin er opin laugardag 26. janúar og sunnudag 27. janúar kl. 15.00 - 18.00. Lucy Wilson býr og vinnur í London og útskrifaðist frá Goldsmiths 2012.  Ég hef ánægju af fjölva ( macro ) ljósmyndun þar sem þessi tækni býður upp á mikla skerpu og stækkun. Skuggar sem svona mikil stækkun orsakar leyfa huganum að dikta upp sína eigin hugarsmíð og hefur verið notuð í hryllingsmyndum svo sem „Repulsion“ eftir Roman Polanski. 
Lesa meira