Fréttir

Kynningarfundur í Hrísey.

Um fjörtíu manns sóttu opinn kynningarfund um fyrirhugaða stofnun félags um verslunarrekstur í Hrísey, sem haldinn var í dag. Á fundinum voru kynnt drög að rekstraráætlun og stofnkostnaði. Góðar umræður sköpuðust og fundarmenn almennt mjög jákvæðir. Á fundinum var hægt að gefa vilyrði fyrir hlutafé í hinu óstofnaða félagi og voru nokkrir sem staðfestu hlut sinn. Ákveðið var að gefa frest til mánudagsins 27. apríl fyrir verðandi hluthafa til að skrá sitt framlag til félagsins. Ef nægt hlutafé safnast verður í framhaldi af því boðað til stofnfundar. Áætlað er að leggja upp með að lágmarki 3.000.000 í hlutafé.  Hægt er að senda fyrirspurnir eða staðfestingu á hrisey@hrisey.net eða hafa samband við undirritaða ef áhugi er á að gerast hluthafi. Guðrún Þorbjarnardóttir 692-4910Hrund Teitsdóttir 694-1285Ingólfur Sigfússon 866-8190Ingimar Ragnarsson 867-5655Kristín Björk Ingólfsdóttir 866-9490Linda María Ásgeirsdóttir 891-7293Þröstur Jóhannsson 862-3817
Lesa meira

Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur vegna áforma um verslunarrekstur í Hrísey verður  haldinn mánudaginn 20. apríl kl. 17:00 í Hlein. Á dagskrá er kynning á hugmyndinni og útfærsla hennar. Hægt er að gerast hluthafi á fundinum.Áhugafólk um verslun í Hrísey.
Lesa meira

Áform um stofnun hlutafélags um rekstur verslunar í Hrísey

Kæru íbúar, sumarhúsaeigendur og aðrir velunnarar Hríseyjar Að undanförnu hefur hópur fólks í Hrísey rætt möguleika á rekstri verslunar í eynni. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar og hvaða form gæti verið á slíkum rekstri.  Eftir nokkra skoðun eru nú uppi áform um stofnun hlutafélags um rekstur verslunar í Hrísey.
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálafélags Hríseyjar.

Aðalfundur Ferðamálafélags Hríseyjar verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl kl. 17:00 í húsi Hákarla Jörundar. Rétt til fundarsetu með málfrelsi, tillögu- og atkvæðisrétti hafa skuldlausir félagar í FMH. Þá hafa gestir stjórnar FMH heimild til fundarsetu með málfrelsi. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. 2. Reikningar félagsins fyrir liðið reikningsár. 3. Kosningar í trúnaðarstöður. 4. Kosning skoðunarmanns reikninga. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál.Stjórnin.
Lesa meira

Tilkynning frá Íslandspósti

Íslandspóstur tilkynnir breytingu á póstþjónustu í Hrísey. Frá og með 1. apríl 2015 verður afgreiðsla póstsins i úthringiverinu í Hlein og afgreiðslutími verður frá kl. 11:00 - 14:00 alla virka daga. Síminn er 825-1429. Upplýsingar veitir þjónustuver í síma 580-1200.
Lesa meira

Flóamarkaður í Sæborg 4. apríl

Laugardaginn kl. 14:00 - 17:00 verður flóamarkaður í Sæborg. Opið í Gallerí Perlu kl. 15:00 - 17:00.
Lesa meira

Sumarstörf í Hrísey.

Hér má sjá sumarstörf hjá Akureyrarbæ
Lesa meira

Páskaáætlun Sævars

Sjá hér
Lesa meira

Páskaáætlun Sævars

Sjá hér
Lesa meira

Brekka um páskana.

Árlegur kökubasar kvenfélagsins verður fimmtudaginn 2. apríl, skírdag. Opið fyrir pizzur og hamborgara frá 17:00 – 20:00.  Á föstudaginn langa 3. apríl verður opið fyrir pizzur og hamborgara frá 17:00 – 20:00, laugardaginn 4 . apríl  verður opið frá kl 16:00, Pub Quiz kl. 21:00 (eldhúsið lokar kl. 20:00)  opið fram eftir kvöldi. Lokað á páskadag og annan í páskum.
Lesa meira