Hríseyjarmynd.
08.01.2015
Forsýning / Listamannaspjall / VöfflukaffiLaugardaginn 10. janúar heldur hollenska kvikmyndagerðarkonan Puck Verkade stutta forsýningu á mynd sinni Solitary Company (Afskekktur félagsskapur) í húsi Hákarla Jörundar kl. 17:00 en myndin fjallar um heimsókn listakonunnar til eyjarinnar. Hún var mánuð í Gamla skóla og á þeim tíma tók hún viðtöl við þrjár kynslóðir eyjarskeggja um hug þeirra til Hríseyjar, þau áhrif sem það hefur haft að búa í svo litlu samfélagi og samband þeirra við þögnina.Puck hefur helgað list sína því að kanna hvernig fólk gefur lífi sínu gildi og tilgang. Hún stundar rannsóknir á vettvangi og úr verða videóinnsetningar sem endurspegla sálarlíf fólks, hvernig það byggir upp sjálfsmynd sína og stöðu innan samfélagsins.Nánar um ævintýri Puck í Hrísey: Blog: http://notes.puckverkade.com/Heimasíða: www.puckverkade.com