26.03.2015
Árlegur kökubasar kvenfélagsins verður fimmtudaginn 2.
apríl, skírdag. Opið fyrir pizzur og hamborgara frá 17:00 20:00. Á föstudaginn langa 3. apríl verður opið
fyrir pizzur og hamborgara frá 17:00 20:00, laugardaginn 4 . apríl verður opið frá kl 16:00, Pub Quiz kl. 21:00
(eldhúsið lokar kl. 20:00) opið fram
eftir kvöldi. Lokað á páskadag og annan í páskum.
Lesa meira
19.03.2015
Síðustu vikurnar hefur bandaríski
listamaðurinn Stephanie Clark búið og starfað í Gamla skóla Norðanbáls í
Hrísey og heldur um helgina sýningu á afrakstri vinnu sinnar í Húsi
HákarlaJörundar. Sýningin verður opnuð föstudaginn 20.
mars og stendur til mánudagsins 23. mars. Opið er frá kl. 1721 alla
dagana.
Yfirskrift sýningarinnar er Eitthvað kosmískt
og segist Stephanie fyrst og fremst vera að velta fyrir sér sambandi
umhverfis og skynjunar. Hún hefur sérstakan áhuga á þeirri margræðni sem
er fólgin í því með hversu ólíkum hætti við
upplifum landslagið og náttúruna. Hún málar lítil málverk sem
endurspegla augnablik óhlutbundinnar skynjunnar en vísa um leið til
hefðbundinnar byggingar landslagsmynda fyrri tíma. Málverkin lýsa því
hvernig staðhættir og umhverfi hefur opnað sig fyrir Stelphanie
meðan á dvöl hennar í Hrísey hefur staðið.
Stephanie Clark fæddist í Alamogordo í Nýju
Mexíkó árið 1988 en býr nú í Minneapolis. Hún hefur stundað listnám í
Boston og við Háskólann í NorðurDakota. Nánari upplýsingar um Stephanie
og verk hennar er að finna á heimasíðunnihttp://stephaniemclark.squarespace.com/.
Lesa meira
16.03.2015
Opið kl 14:00 - 20:00 miðvikudag 18. mars
14:00 - 20:00 fimmtudaginn 19. mars
14:00 - 18:00 föstudaginn 20. mars12:00 - 14:30 laugardaginn 21. mars
Lesa meira
09.03.2015
Matjurtagarðar
á vegum Akureyrarbæjar verða til leigu sumarið 2015. Um er að ræða 15 fermetra matjurtagarða og er leigan 9.000 kr. yfir sumarið.
Innifalið í
verðinu eru matjurtir, fræ og kartöfluútsæði.
Umsóknarfrestur
er til og með 23. mars nk.
Tekið við
umsóknum í netfanginu lindamaria@akureyri.is , á skrifstofu Akureyrarbæjar og í
síma 466 1762. Fram skal koma nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda.
Lesa meira
05.03.2015
Vegna dræmrar þátttöku er konukvöldinu sem halda átti í Brekku laugardaginn 7. mars aflýst.
Lesa meira
02.03.2015
Íþróttamiðstöðin
í Hrísey óskar eftir sumarstarfsfólki. Unnið er á
vöktum. Hlutastarf kemur til greina. Helstu
verkefni eru: Öryggisgæsla. Gæsla og þjónusta í
búningsklefum. Afgreiðsla. Þrif á húsnæði og
umhverfi s.s. búningsklefum karla og kvenna, sundlaug og pottum. Þrif og umsjón
tjaldsvæðis.
Sjá nánar á heimasíðu Akureyrarbæjar
Lesa meira
27.02.2015
Athugið breytta áætlun frá 1. mars sjá hér
Lesa meira