26.03.2007
Kíkið í myndasafnið.Það voru að koma nýjar myndir frá honum Steina rjúpu. Þetta eru fyrstu myndirnar sem hann er búinn að láta skanna inn. Það er líka gaman að segja frá því að það er sonur Steina, Arnar sem skannar myndirnar og lagar þær. Þetta eru myndir í misgóðu lagi eins og gefur að skilja. Þarna eru á ferðinni myndir frá því í gamla daga. Alveg hreint frábært að fá að njóta þess að skoða þessar gömlu myndir. Sjáið bara hvað allir eru fínir og glaðir.Gamlar myndir
Lesa meira
23.03.2007
Þessi mynd var send á síðuna í dag. Þetta er í rauninni orðin söguleg mynd, því sundlaugin lítur sko ekki svona út í dag.
Lesa meira
18.03.2007
Hríseyjarhátíð 2007 er dagana 20. júlí - 22. júlí.Fundur vegna Hríseyjarhátíðar verður haldinn í Hlein sunnudag 18.mars kl. 20.00Stjórn Markaðsráðs.
Lesa meira
09.03.2007
Þann 28. janúnar var þessi síða formlega sett í loftið og eru gestir nú orðnir 2027. Heimasíðan er búin að vera í loftinu í 41 dag og þá eru að meðaltali 49 manns að skoða hana á dag. Þetta eru mjög ánægjulegar tölur miðað við að engar ferðamannaupplýsingar eru komnar inn á síðuna. Það er heldur ekki búið að markaðssetja síðuna með markvissum hætti. Textinn sem á fara á síðuna er að mestu leyti tilbúinn, en eftir er að láta lesa hann yfir.Við viljum ítreka það að allar upplýsingar, athugasemdir, myndir, greinar og tillögur frá ykkur eru vel þegnar. Vinsamlegast setjið ykkur í samband við Lindu Maríu Ásgeirsdóttur eða sendið inn póst. Netfangið er mrh@hrisey.net , það er neðst á forsíðunni.
Lesa meira
09.03.2007
Við ætlum að fylgjast með endurbótum á sundlauginni og byggingu íþróttahúss í Hrísey. Nú er komin fróðleikur um byggingu sundlaugarinnar og munum við svo birta myndir af framkvæmdunum. Gaman væri ef einhver ætti gamlar myndir af sundlauginni sem við gætum fengið.Þessi grein um sundlaugina er tekin upp úr ritgerð sem Elín Björg Ingólfsdóttir gerði í kring um 1984 í menntaskóla. Ritgerðin birtist í tímaritinu Súlum og þótti mjög merkileg vegna þess að lítið var til um ritaðar heimildir um Hrísey. Elín er barnabarn Elínbjargar Þorsteinsdóttur. Heimildir eru bæði munnlegar og skriflegar. Heimildaskrá fylgir ritgerðinni og munum við reyna að setja sem mest af þessu efni inn á síðuna.Saga sundlaugarinnarMyndir af framkvæmdum
Lesa meira
04.03.2007
Í gær laugardagin 3. mars var farið með könnun vegna Hríseyjarhátíðar á öll heimili í Hrísey og eyjaskeggjar beðnir um að taka þátt í henni. Könnunin verður sótt í dag og svo er einnig hægt að skila henni í kassa í búðinni.Við birtum hér niðurstöður könnunar sem var gerð á þessari síðu í febrúar.Hvað finnst þér um Hríseyjarhátíð ?Fín eins og hún er. : 25% Mætti endurskoða hana. : 34%Eigum að hætta með hana. : 24%Byggja hana upp meira á heimamönnum. : 17% Fjöldi svara: 71
Lesa meira
02.03.2007
Ómar Árnason er með heimasíðu og bendum við fólki á að fara inn á hana og skoða. Hann er búinn að skanna inn fullt af gömlum myndum sem hann er að viða að sér. Þarna eru myndir af mannlífi, skipum, húsum og viðburðum. Það gæti jafnvel verið mynd af þér.slóðin inn á myndirnar er : http://www.123.is/omar/ Þar er farið í gamlar myndir.
Lesa meira
28.02.2007
Hríseyjarhátíð 2007 er dagana 20. - 22. júlíKæru HríseyingarFundur vegna Fjölskylduhátíðar verður í Hlein miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20:00. Nú er um að gera að skella sér á fund, hafa áhrif og vera með. Kaffi og með því.Hittumst kát og hressStjórn Markaðsráðs Hríseyjar
Lesa meira
20.02.2007
Nú er upprifjunin fyrir árið 1967 komin inn á vefinn. Það er alveg ótrúlega gaman að lesa þetta hjá honum Steina. Ef einhver er ósáttur við eitthvað í greininni er sá hinn sami beðinn að hafa samband við Steina sjálfan eða Lindu Maríu Ásgeirsdóttur.Vonandi njótið þið þess að hverfa fjörtíu ár aftur í tímann og lesa þessar skemmtilegu frásagnir. Tökum undir með Steina lengi lifi Hrísey.....
Lesa meira
16.02.2007
Sunnudaginn 18. febrúar kl. 15.00 verður hið árlega bollukaffi í skólanum. Þar taka saman höndum foreldrafélag grunnskólans og nemendaráð. Mætum nú öll og styrkjum gott málefni.
Lesa meira