19.06.2007
Nú styttist í að Hákarlasafnið verði opnað og er kominn tími til. Nú leitum við að munum sem tengjast hákarlaveiðum fyrri tíma, svo sem skinnklæðum, bræðslupottum, gömlum sjókortum, hákarlalínum, hákarlaskutlum, hákarladrepum o.fl. Einnig eru gamlar myndir af hákarlaskipum, formönnum þeirra og hákarlasjómönnum vel þegnar. Öllum myndum verður skilað aftur eftir að þær hafa verið skannaðar á diska. Allir Íslendingar sem unna landsbyggðinni takið nú höndum saman og hjálpið við að gera þetta safn sem veglegast og gerum þessa sögu þjóðarinnar sem mesta. Hákarlaveiðar eru upphaf sjávarútvegs á Íslandi, þá hófst saga þilskipanna og voru flestar borgir lýstar upp með hákarlalýsi frá Íslandi. Þessum tíma hafa verið gerð alltof lítil skil, breytum því með tilkomu HÁKARLASAFNSINS.Allar upplýsingar veittar í símum: 898-9263 eða 466-1769 og á rosakara@internet.isÁsgeir Halldórsson Sólvallagötu 1630 Hrísey
Lesa meira
19.06.2007
Í næstu viku 25. júní - 29. júní verður siglingaklúbburinn Nökkvi með námskeið í Hrísey. Þetta eru ca. 3 tímar á dag. Áhugasamir hafi samband við Rúnar Þór í síma 864-5799.
Lesa meira
15.06.2007
Athugið að frá og með 15. júní gengur ferjan á klukkustundarfresti frá kl. 13.00 - 19.00.Sjá áætlun Sævars.
Lesa meira
11.06.2007
Það eru 6000 manns búnir að heimsækja síðuna okkar í dag. Við viljum þakka ykkur fyrir að taka okkur svona vel. Endilega látið nú í ykkur heyra, það vantar ennþá innsendar greinar, sögur, myndir og bara eitthvað skemmtilegt sem er að gerast. Hvernig væri að nota síðuna til að koma á framfæri því sem er að gerast hjá ykkur á einhver afmæli, er einhver að gifta sig, var verið að skíra eða fæddist nýr Hríseyingur..........Takk fyrir móttökurnar.
Lesa meira
05.06.2007
Helgina 20. júlí - 22. júlí verður heilmikið um að vera í Hrísey en þá munu Skeljahátíðin og Fjölskylduhátíðin renna saman í eina skemmtilega heild. Ekki er komið nafn á þessa skemmtun ennþá og eru tillögur vel þegnar. Þið getið sent inn á mailto:mrh@hrisey.net ef þið hafið einhverjar hugmyndir.Á dagskránni verður meðal annars:SædýrasafnÓvissuferðir fyrir börn og fullorðnaDiskótek fyrir börn Söngvarakeppni barnaÖkuferðir um þorpiðVitaferðirSkeljakappátFlugmódelsýningSkeljasmakkKvöldvakaVarðeldurBrekkusöngurFlugeldasýningLeiktækiRatleikurTilbúin dagskrá með uppröðun og tímasetningum verður birt um leið og hún liggur fyrir.
Lesa meira
01.06.2007
Hernám í Hrísey hefur heldur betur slegið í gegn, áhorfendur eru orðnir í kring um 160 manns sem er svona nokkurn veginn allir eyjaskeggjar. En það eru nokkrir þarna úti sem ekki komust á sýningarnar um síðustu helgi svo að leikhópurinn ætlar að bæta úr því og skella á aukasýningu föstudagskvöldið 1. júni kl. 20.30. Miðapantanir í síma 695-2868
Lesa meira
26.05.2007
Elsta myndin úr safni Þorsteins...Myndin er af Guðrúnu Pálsdóttur á Syðstabæ þar sem hún er að vaska fiskmyndin er sennilega frá því um 1925....
Lesa meira
26.05.2007
Fréttatilkynning Leikklúbburinn Krafla fagnar um þessar mundir 30 ára starfsafmæli en margt hefur verið brallað og margar góðar sýningar sýndar á þessum árum. Undanfarið hafa félagar í Kröflu æft verk sem þeir sömdu sjálfir í tilefni afmælisins. Verkið ber heitið Hernám í Hrísey og fjallar um eins og titillinn ber með sér hernámasárin í Hrísey, t.d. hvernig húsmæðurnar í Hrísey létu til sín taka og hvaða áhrif hernámið hafði á stúlkurnar og drengina. Leikritið er ekki sannsögulegt á nokkurn hátt en gæti þó endurspeglað á einhvern hátt hvernig lífið var á hernámsárunum. Verkið er því uppspuni frá upphafi til enda en nöfn á stöðum og staðhættir eru hafðir nokkuð réttir. Höfundar leituðu fanga hjá Hríseyinum sem muna eftir þessum árum, lásu heimildir og rýndu í önnur gögn frá þessum tíma til að komast í takt við tíðarandann sem þá ríkti. Hernám í Hrísey verður frumsýnt laugardaginn 26. maí n.k. kl. 20:00 í Sæborg sem er samkomuhús Hríseyinga. Önnur sýning verður svo mánudaginn 28. maí á annan í hvítasunnu kl. 14:00. Allar nánari upplýsingar og miðapantanir eru í síma 6952868.
Lesa meira
18.05.2007
Í dag eru rúmlega 5000 manns sem hafa skoðað síðuna okkar. Þetta eru alveg frábær viðbrögð og viljum við í stjórn Markaðsráðsins nota tækifærið og þakka fyrir móttökurnar sem síðan hefur fengið. Þessa dagana hefur ekkert verið sett inn á síðuna og er það bæði vegna tímaskorts og svo hrundi tölvan sem öll gögnin eru inn á, en vonandi verður þetta allt komið í lag fljótlega í næstu viku. Eigið góða helgi.
Lesa meira