Könnun vegna Hríseyjarhátíðar

 Í gær laugardagin 3. mars var farið með könnun vegna Hríseyjarhátíðar á öll heimili í Hrísey og eyjaskeggjar beðnir um að taka þátt í henni. Könnunin verður sótt í dag og svo er einnig hægt að skila henni í kassa í búðinni.Við birtum hér niðurstöður könnunar sem var gerð á þessari síðu í febrúar.Hvað finnst þér um Hríseyjarhátíð ?Fín eins og hún er. : 25% Mætti endurskoða hana. : 34%Eigum að hætta með hana. : 24%Byggja hana upp meira á heimamönnum. : 17% Fjöldi svara: 71

 

Næsta skrefið verður að vinna úr könnuninni og svo verður haldinn fundur í framhaldinu. Það er von okkar að sem flestir mæti á hann.
Fundurinn verður auglýstur síðar með dreifibréfi.

Stjórn Markaðsráðsins