Fréttir

Leikklúbburinn Krafla

Krafla gýs.Nú standa yfir æfingar á nýju leikriti hjá Kröflu. Þetta leikrit heitir hernám í Hrísey og er samið af leikhópnum. Frumsýnt verður um Hvítasunnuhelgina á laugardeginum 26. maí og önnur sýning verður mánudaginn 28. maí. nánar auglýst síðar. 
Lesa meira

Hríseyjarhátíð 2007

Hríseyjarhátíðin verður haldin 20. - 22. júlí.Búið er að manna undirbúningsnefndina fyrir Hríseyjarhátíðina í ár.Haldinn var fundur mánudaginn 7. maí. Að þessu sinni eru það Unnsteinn Kárason, Kristinn Árnason, Guðrún Kristjánsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Hrannar Friðbjörnsson og Linda María Ásgeirsdóttir sem sjá um skipulagninguna.Þessa dagana er verið að vinna í því að fjármagna hátíðina.Niðurstöður úr könnuninni sem gerð var verða notaðar til hliðsjónar við gerð dagskrár. Við munum birta hér á síðunni fréttir af undirbúningsvinnunni. 
Lesa meira

Myndir

 Það var að koma ný sending af gömlum myndum.
Lesa meira

Fiskiljós

 Hér eru myndir af fiskiljósum sem Fanney Antonsdóttir Hríseyingur hefur verið að búa til ásamt samstarfskonu sinni Dögg. Þær hafa sýnt ljósin víða um heiminn, hér fyrir neðan eru upplýsingar um það.Kunstindustrimuseet i Kaupmannahöfn, DanmörkInternational Design Biennale i St. Etienne i FrakklandiGallery Pascal Cottard-Olsen Stokkhólmi SvíþjóðNational Museum of Women in the Arts i Washington, BandaríkiinMaison Vika í Oslo, NoregiÞjóðminjasafn íslandsVerslunin Bútik í Reykjavík  á hönnunardögunum 2005Auksjonsverket i Stokkhólmi Svíþjóð, Sýning og uppoð á Íslenskri list  og hönnun.
Lesa meira

Enn um húsin

Nú eru komnar upplýsingar um Tjörn inn á síðuna. Það vantar ártöl og dagsetningar þarna. Vonandi verður það komið í lag á morgun. 
Lesa meira

Nýjar gamlar myndir

Það voru að koma inn nýjar gamlar myndir frá honum Steina rjúpu sem hann Arnar sonur hans er búinn að laga svona snilldarlega að það sést ekki einu sinni að þetta séu gamlar myndir. Takk fyrir það feðgar. 
Lesa meira

Súpa og staðardagskrá 21

Íbúaþing verður mánudaginn 30. apríl kl.17.00 í Hlein.Á dagskránni er kynning á staðardagskrá 21 fyrir Hrísey. Á fundinn mæta Jón Ingi Cæsarsson varaformaður Umhverfisnefndar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ.Hvetjum alla til að mæta og fá sér súpu og hafa áhrif á umhverfismálin.Hverfisráð Hríseyjar. 
Lesa meira

Auglýst eftir efni

Er ekki einhver þarna úti sem lumar á góðri frásögn, vísu eða bara einhverju skemmtilegu sem tengist Hrísey.  Endilega hafið samband, það er hægt að senda póst á mrh@hrisey.net eða koma því til Lindu Maríu eða Guðrúnar á skrifstofunni.Gaman væri að setja inn einhverskonar gamanþátt á síðuna og birta skemmtilegar frásagnir af fólki. Bæði gamlar og nýjar. 
Lesa meira

Konukvöldið

Konukvöldið á Brekku skírdag tókst alveg ljómandi vel. Þar mættu 50 konur, borðuðu saman góðan mat og skemmtu sér fram á nótt. Skemmtiatriðin voru ekki dónaleg, Drífa Þórarinsdóttir opnaði dagskrána með pistli um konur og samskipti þeirra við karlmenn, Oddný Sturludóttir var með mjög skemmtilegan pistil svo kom Lóa Mæja Geira og Elsu dóttir og las upp frumsamin ljóð, Björk Jakobsdóttir leikkona sló svo í gegn með atriði um samskipti kynjanna og hlutskipti kvenna. Aðalsteinn Bergdal söng svo nokkur lög í lokin og endaði djammið með Ómari Hlyns fram á rauða nótt.Að auki var happdrætti með flottum vinningum, spákona mætti á svæðið og fengu svo allir smá gjafir sem biðu á borðunum og góðan fordrykk. Það er ekki spurning að svona konukvöld verður haldið aftur og aftur og aftur............ 
Lesa meira

Aðalfundur Markaðsráðs Hríseyjar

 Mánudaginn 2.apríl 2007. kl. 20.00 er Aðalfundur Markaðsráð Hríseyjar í Hlein. Vonumst til að sjá sem flesta. Það geta allir átt aðild.2. kafliAðild að samtökunum3. gr.Aðild að MRH geta átt öll fyrirtæki, félagasamtök,stofnanir og einyrkjar sem stunda atvinnurekstur í Hrísey.  Áhugamenn um tilgang félagsins geta gerst aðildarfélagar.4. gr.Þeir sem uppfylla skilyrði 3. greinar og eru skuldlausir við félagið, miðað við aðalfund, teljast fullgildir félagar í MRH.Stjórn Markaðsráðsins. 
Lesa meira