03.09.2007
Heimasíðan hefur alveg legið niðri undanfarin mánuð vegna sumarleyfa. Nú er umsjónaraðilinn komin í fjarnám í Háskólanum á Hólum og situr þar sveitt í innilotu. Vonandi verður þetta nám til þess að miklu markvissara og hnitmiðaðara efni verður sett inn á síðuna.Ég vil benda á heimasíðu Hólaskóla. www.holar.is en þar inni er margt fróðlegt og skemmtilegt.
Lesa meira
27.07.2007
Við vorum að fá í hendur myndirnar sem voru utan á Salthúsinu. Þær eru frá Stefáni Jóni. Arnar í Toppfilm lagaði þær eitthvað aðeins til fyrir okkur. Myndir.
Lesa meira
27.07.2007
Við auglýsum hér með eftir myndum frá Hátíðarhelginni. Gaman væri að hafa myndir inni á síðunni. Við vorum ekki með neinn ljósmyndara á okkar snærum svo að við leitum til ykkar. Ef þið lumið á skemmtilegum myndum sem þið eruð til í að deila með okkur endilega sendið þær á mrh@hrisey.net
Lesa meira
22.07.2007
Nú er þessi helgi að baki og Fjölskyldu- og Skeljahátíðinni lokið. Áætlaður fjöldi í Hrísey um helgina er 1300 manns, allt fór vel fram og eru bara flestir sammála um að þessi nýja tilhögun hafi gengið vel. Gaman væri að heyra frá ykkur þarna úti um þetta. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til allra sem lögðu hönd á plóg, án ykkar væri þetta ekki mögulegt.Hátíðarnefndin.
Lesa meira
20.07.2007
Hérna koma nokkur atriði sem vert er að hafa i huga.Sundlaugin er EKKI opin vegna uppbyggingar fjölnotahúss og þar af leiðandi er engin almenn baðaðstaða fyrir gesti og gangandi. Panta þarf fyrir tjaldvagna í ferjunni síminn þar er 6955544.Tjaldstæðið er eingöngu fyrir fjölskyldufólk og kostar nóttin kr. 1.500 fyrir tjaldið.Hákarlasafnið verður opið alla helgina frá kl: 14.00-17.00Auglýsing fyrir óvissuferð er komin inn. ATH að panta í ferðina í tíma.Hér kemur dagskráin fyrir Fjölskyldu og Skeljahátíðina:Nánari tímasetningar.Dagskrá til útprentunar.AuglýsinginÓvissuferð
Lesa meira
03.07.2007
Sjávarútvegsráðuneytið hefur, með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, samþykkt sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirtöldum sveitarfélögum: Grýtubakkahreppur, Akureyrarbær, Sveitarfélagið Árborg og Fjallabyggð sbr. meðfylgjandi skjal.
Lesa meira
08.07.2007
Íslenski safnadagurinn í Hrísey, sunnudaginn 8. júlí.Kl. 14 verður formlega opnuð sýning í Gamla-Syðstabæjarhúsið, og verður opið til kl. 18.Félagið Hákarla-Jörundur hefur undanfarin ár staðið fyrir endurbótum á húsinu, sem er það elsta í Hrísey. Syðstabæjarhúsið var byggt úr stórviðum skipa sem strönduðu við Hrísey í óveðri árið 1884. Í húsinu hefur verið sett upp sýning til bráðabirgða og eru þar einkum munir tengdir sjávarútvegi, en einnig ýmislegt annað frá Hrísey. Í framtíðinni verður í Syðstabæjarhúsinu sýning um hákarlaveiðar ásamt tilfallandi sýningum um ýmis efni. Ásgeir Halldórsson málari og forvígismaður endurbótanna á Syðstabæjarhúsinu verður til leiðsagnar á íslenska safnadaginn. Holt, hús Öldu Halldórsdóttur, verður einnig hægt að fá að skoða þennan dag. Í Holti er innbú Öldu varðveitt eins og hún skildi við það, en Alda var sterkur persónuleiki, og "amma" allra barna í Hrísey, þótt hún væri einhleyp og ætti ekki afkomendur. Í Hrísey er margt fleira að sjá. Kl. 15 verður farið í gönguferð um eyjuna sem tekur um það bil eina og hálfa klukkustund og er flestum fær, fararstjóri og leiðsögumaður verður Þorsteinn Þorsteinsson.Traktorsvagnferðir eru farnar frá bryggjunni á klukkutíma fresti, fyrir þá sem vilja prófa þennan sérstaka fararmáta. Veitingahúsið Brekka mun einnig bjóða upp á kaffihlaðborð kl. 15-17.Aðgangur að Syðstabæjarhúsinu og Holti er ókeypis.Gjald fyrir vagnferðir er kr. 1000, fyrir 15 ára og eldri en kr. 500 fyrir 12-14 ára, ókeypis fyrir yngri en 12 ára.Kaffihlaðborð á Brekku kostar kr 1200 fyrir 12 ára og eldri, en kr. 800 fyrir 6-11 ára. Frítt f. 5 ára og yngri Ferja fer frá Hrísey kl 13:00 og til baka frá Árskógssandi kl. 13.30 eins og vanalega, og á klukkutíma fresti eftir það til kl. 19:00 og 19:30 Þá er bara að biðja um gott veður svo sem flestir geti átt ánægjulegan dag í Hrísey.
Lesa meira
24.06.2007
Laugardagskvöldið 23. júní var farið í vitaferð kl. 21.00 alls voru um 18 manns í ferðinni. Ásgeir Halldórsson var með leiðsögn og svo var boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi við vitann. Ágætis veður var komið þegar við lögðum af stað og nutu allir ferðarinnar.
Lesa meira
24.06.2007
Vantar upplýsingar um húin sem standa fremst á þessari mynd. Vinsamlegast hafið samband við Lindu Maríu eða sendið póst á mrh@hrisey.net ef þið hafið einhverjar upplýsingar.
Lesa meira
22.06.2007
Mynd/Toppfilm Laugardaginn 23. júní kl. 21.00 verður farið í vitaferð með leiðsögn, ekið verður á dráttarvél með heyvagni. Skemmtileg upplifun á fallegum og friðsælum stað.Hamborgaratilboð á veitingahúsinu Brekku.Ostborgari + stór úr krana kr. 1.490Vitaferð + hamborgaratilboð kr. 3.000,- pr mann.Pantanir í síma 695-3737 eða 692-3701 fyrir föstudag.Markaðsráð Hríseyjar og veitingahúsið Brekka.www.brekkahrisey.is
Lesa meira