Saga sundlaugarinnar
09.03.2007
Við ætlum að fylgjast með endurbótum á sundlauginni og byggingu íþróttahúss í Hrísey. Nú er komin fróðleikur um byggingu sundlaugarinnar og munum við svo birta myndir af framkvæmdunum. Gaman væri ef einhver ætti gamlar myndir af sundlauginni sem við gætum fengið.Þessi grein um sundlaugina er tekin upp úr ritgerð sem Elín Björg Ingólfsdóttir gerði í kring um 1984 í menntaskóla. Ritgerðin birtist í tímaritinu Súlum og þótti mjög merkileg vegna þess að lítið var til um ritaðar heimildir um Hrísey. Elín er barnabarn Elínbjargar Þorsteinsdóttur. Heimildir eru bæði munnlegar og skriflegar. Heimildaskrá fylgir ritgerðinni og munum við reyna að setja sem mest af þessu efni inn á síðuna.Saga sundlaugarinnarMyndir af framkvæmdum