Safnadagur í Hrísey 8. júlí
08.07.2007
Íslenski safnadagurinn í Hrísey, sunnudaginn 8. júlí.Kl. 14 verður formlega opnuð sýning í Gamla-Syðstabæjarhúsið, og verður opið til kl. 18.Félagið Hákarla-Jörundur hefur undanfarin ár staðið fyrir endurbótum á húsinu, sem er það elsta í Hrísey. Syðstabæjarhúsið var byggt úr stórviðum skipa sem strönduðu við Hrísey í óveðri árið 1884. Í húsinu hefur verið sett upp sýning til bráðabirgða og eru þar einkum munir tengdir sjávarútvegi, en einnig ýmislegt annað frá Hrísey. Í framtíðinni verður í Syðstabæjarhúsinu sýning um hákarlaveiðar ásamt tilfallandi sýningum um ýmis efni. Ásgeir Halldórsson málari og forvígismaður endurbótanna á Syðstabæjarhúsinu verður til leiðsagnar á íslenska safnadaginn. Holt, hús Öldu Halldórsdóttur, verður einnig hægt að fá að skoða þennan dag. Í Holti er innbú Öldu varðveitt eins og hún skildi við það, en Alda var sterkur persónuleiki, og "amma" allra barna í Hrísey, þótt hún væri einhleyp og ætti ekki afkomendur. Í Hrísey er margt fleira að sjá. Kl. 15 verður farið í gönguferð um eyjuna sem tekur um það bil eina og hálfa klukkustund og er flestum fær, fararstjóri og leiðsögumaður verður Þorsteinn Þorsteinsson.Traktorsvagnferðir eru farnar frá bryggjunni á klukkutíma fresti, fyrir þá sem vilja prófa þennan sérstaka fararmáta. Veitingahúsið Brekka mun einnig bjóða upp á kaffihlaðborð kl. 15-17.Aðgangur að Syðstabæjarhúsinu og Holti er ókeypis.Gjald fyrir vagnferðir er kr. 1000, fyrir 15 ára og eldri en kr. 500 fyrir 12-14 ára, ókeypis fyrir yngri en 12 ára.Kaffihlaðborð á Brekku kostar kr 1200 fyrir 12 ára og eldri, en kr. 800 fyrir 6-11 ára. Frítt f. 5 ára og yngri Ferja fer frá Hrísey kl 13:00 og til baka frá Árskógssandi kl. 13.30 eins og vanalega, og á klukkutíma fresti eftir það til kl. 19:00 og 19:30 Þá er bara að biðja um gott veður svo sem flestir geti átt ánægjulegan dag í Hrísey.