Byggðakvóti fyrir Akureyri/Hrísey
03.07.2007
Sjávarútvegsráðuneytið hefur, með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, samþykkt sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirtöldum sveitarfélögum: Grýtubakkahreppur, Akureyrarbær, Sveitarfélagið Árborg og Fjallabyggð sbr. meðfylgjandi skjal.
Samkvæmt auglýsingu Fiskistofu, sem birtast mun víðar á næstunni, er hægt að sækja um byggðakvóta þessarra sveitarfélaga með því að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til Fiskistofu. Umsóknarfrestur er til 13. júlí nk.
Nánar á heimasíðu Fiskistofu.