Fjölmenni á íbúaþingi
Fundarstjóri var Jón Ingi Cæsarsson frá Akureyri. Fyrsta mál á dagskrá var kynning á Staðardagskrá 21 sem verið var að endurskoða og á að endurútgefa á næstu vikum. Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Jón Ingi Cæsarsson varaformaður umhverfisnefndar kynntu staðardagskrána.Næsti liður var kosning í Hverfisráð og fór hún þannig að næsta árið munu þau: Hjördís Ýrr Skúladóttir, Linda María Ásgeirsdóttir, Kristinn Fr. Árnason, Ingimar Ragnarsson og Aðalsteinn Bergdal sitja í ráðinu. Varamenn eru: Þorgeir Jónsson, Þröstur Jóhannson, Unnsteinn Kárason, Guðrún Þorbjarnadóttir og Víðir Björnsson. Síðasta mál á dagskrá voru atvinnumál og var þar aðallega rættu um fyrirhugaða hausaþurrkun og ferðamál. Flestir eru sammála því að þetta hafi verið góður fundur og komu mörg sjónarmið þarna fram.