Mikið um að vera í Hrísey
10.02.2008
Mánudaginn 4. febrúar var Bolludagur og af því tilefni var bollukaffi í skólanum á sunnudaginn. Það voru að venju Foreldrafélag Grunnskólans og nemendaráð sem sáu um það. Ágætis mæting var í kaffið.
Öskudagurinn rann svo upp á miðvikudag með blíðskaparveðri en búið var að spá leiðinlegu veðri þann dag. Krakkarnir komu saman við Eyjabúðina kl. 11.00 og slógu köttinn úr tunnunni og gengu svo í fyrirtæki og hús og sungu. Leikskólabörnin fóru og sungu í fyrirtækjunum fyrir hádegið. Klukkan 16.00 var svo grímuball í Sæborg og voru veittar viðurkenningar fyrir þrjá flottustu búninganna og frumlegasta búninginn. Á grímuballið komu um 50 manns.
Þorrablót Hríseyinga var svo haldið á laugardagskvöldið 9. febrúar og var þetta síðasta blótið í Sæborg. Meðan á átinu stóð var myndasýning rúllandi í salnum, þar voru sýndar myndir úr Sæborg síðan 1959. Þetta var samansafn mynda úr albúmum eyjaskeggja. Þarna voru margra skemmtilegar mundir t.d. frá Leikklúbbnum Kröflu allt frá fyrstu leiksýningu þeirra árið 1977 til dagsins í dag. Skemmtiatriðin og annállinn voru mjög skemmtileg og var maturinn einnig mjög góður. Það má því segja með sanni að síðasta þorrablót Hríseyinga í Sæborg hafi í alla staði heppnast mjög vel. Á eftir var svo ball með hljómsveitinni Upplyftingu, og spiluðu þeir dúndrandi dansmúsik fram eftir nóttu.
Skoðið myndirnar.
Að vísu vantar myndir frá þorrablótinu en þær eru væntanlegar.
Öskudagurinn rann svo upp á miðvikudag með blíðskaparveðri en búið var að spá leiðinlegu veðri þann dag. Krakkarnir komu saman við Eyjabúðina kl. 11.00 og slógu köttinn úr tunnunni og gengu svo í fyrirtæki og hús og sungu. Leikskólabörnin fóru og sungu í fyrirtækjunum fyrir hádegið. Klukkan 16.00 var svo grímuball í Sæborg og voru veittar viðurkenningar fyrir þrjá flottustu búninganna og frumlegasta búninginn. Á grímuballið komu um 50 manns.
Þorrablót Hríseyinga var svo haldið á laugardagskvöldið 9. febrúar og var þetta síðasta blótið í Sæborg. Meðan á átinu stóð var myndasýning rúllandi í salnum, þar voru sýndar myndir úr Sæborg síðan 1959. Þetta var samansafn mynda úr albúmum eyjaskeggja. Þarna voru margra skemmtilegar mundir t.d. frá Leikklúbbnum Kröflu allt frá fyrstu leiksýningu þeirra árið 1977 til dagsins í dag. Skemmtiatriðin og annállinn voru mjög skemmtileg og var maturinn einnig mjög góður. Það má því segja með sanni að síðasta þorrablót Hríseyinga í Sæborg hafi í alla staði heppnast mjög vel. Á eftir var svo ball með hljómsveitinni Upplyftingu, og spiluðu þeir dúndrandi dansmúsik fram eftir nóttu.
Skoðið myndirnar.
Að vísu vantar myndir frá þorrablótinu en þær eru væntanlegar.