Þorraboli
10.02.2008
Mikið líf í Nautabúinu. Í dag fæddist fyrsti kálfur ársins og var honum að sjálfsögðu gefið nafnið Þorri. Gaman var að fylgjast með því í dag þegar þeir Óli Pálmi, Hrannar og Almar voru að koma kálfinum á fætur og fá kvíguna til að taka við honum. Þeir þurftu að mjólka hana og gefa kálfinum að drekka. Þarna eru sko alvöru bændur á ferð. Með þeim í rekstrinum er einnig Kristinn Árnason.
Í fjósinu eru 25 gripir, kálfar, kvígur, kýr og naut. Allt eru þetta Galloway gripir fyrir utan eina Limousin og eina Angus kýr. Í fyrra fæddust fimm kálfar, þrjár kvígur og tvö naut. Níu kvígur voru keyptar frá Ytri- Reistará og er Þorri af þeim stofni.
Í fjósinu eru 25 gripir, kálfar, kvígur, kýr og naut. Allt eru þetta Galloway gripir fyrir utan eina Limousin og eina Angus kýr. Í fyrra fæddust fimm kálfar, þrjár kvígur og tvö naut. Níu kvígur voru keyptar frá Ytri- Reistará og er Þorri af þeim stofni.
Tilgangurinn með starfseminni er að halda við þeim Galloway stofni sem upphaflega var ræktaður í Hrísey. Unnið verður að því að reksturinn verði sjálfbær og kjötframleiðslan standi undir rekstrarkostnaði. Vonir standa til þess að 2010 eða 2011 verði hægt að slátra einum grip í mánuði. Nú geta Hríseyingar tekið gleði sína á ný því nú verður hægt að fá Galloway kjötið aftur. En eins og flestir muna var þetta kjöt mjög vinsælt enda alveg frábært.