Bátar og skip.

Ýmislegt að gerast í bátamálum, byrjum á þvi að nýr Sæfari kom í sína fyrstu ferð til Hríseyjar þann 10 apríl 2008, en það er gaman að geta þess að 14. apríl voru 18 ár síðan eldri Sæfari kom fyrst til landsins fyrir tilstuðlan Hríseyinga.
Næst gerðist það að gamla ferjan Sævar og síðar skeljabáturinn Eyrún kvaddi Hrísey klukkan 23.00 þann 22. maí 2005 og var hún seld suður á land. Þann 30.maí 2008 kom nýr bátur til Norðurskeljar og hefur hann fengið nafnið Guðrún.

Loksins er Björgunarsveitarbáturinn tilbúinn og var honum reynslusiglt þann 28. maí og síðan var siglt frá Akureyri heim til Hríseyjar þann 29. maí 2008.
 Báturinn er keyptur  frá R.Sigmundssyni og er 5.7 metra langur af gerðinni Valiant. Á hann var sett 100 hestafla fjórgengis Yamaha mótor skilar bátnum allt að 33 mílna hraða við bestu aðstæður. Cobolt ehf á Akureyri sá um að setja mótorinn á og tengja rafmagn og ganga frá bátnum til notkunnar með GPS staðsetningartæki, VHF talstöð og vinnuljósum. Núna er verið að klára að setja í bátinn búnað sem þarf til að báturinn teljist full búinn til björgunarstarfa. Það er okkar allra hagur að hafa þennan bát sem best búinn.
Enn vantar aðeins upp á í fjármögnun á bátnum og hér koma upplýsingar um reikningsnúmer í sparisjóðnum okkar sem leggja má inn á ef vill: 1177-05-12154 kt. 581088-2569. Margt smátt gerir eitt stórt.

Myndir