Verðlaun fyrir þátttöku í sundkeppni.

Frá 19. júní - 19. júlí í sumar stóð yfir sundkeppni í Hrísey. Það var Björn Eiríksson sem átti heiðurinn af þessari keppni. Markmiðið var að synda 200 metra tuttugu sinnum á þrjátíu og einum degi og nöfn þeirra sem kláruðu að synda fóru í pott. Sunnudaginn 20. júlí var svo dregið úr pottinum og fengu allir verðlaun. Þetta voru glæsileg verðlaun, sem dæmi má nefna reiðhjól, prentarar, bílaleigubíll í eina helgi, matur á Brekku, sundkort, úttekt úr Múrbúðinni, gisting í Reykjavík yfir helgi og margt margt fleira. Ýmis fyrirtæki gáfu verðlaunin og voru fyrirtæki úr eynni áberandi í þeim hópi. Rúmlega þrjátíu manns kláruðu keppnina og sést það að Hríseyingar hafi haft mikla þörf fyrir að synda eftir að sunlaugin var opnuð aftur eftir endurbætur. Við vonum að fólk verði áfram duglegt að nota þessa frábæru aðstöðu og að við getum komið upp hópi af efnilegu sundfólki eins og á árum áður.  Björn í Hafnarvík á heiður skilið fyrir þetta frábæra framtak og vonandi fáum við að njóta íþróttakrafta hans áfram um ókomna tíð.Myndir frá afhendingunni.